Dótið “mitt”

Ég hef margsinnis upplifað sjálfa mig sem drukknandi manneskju þegar ég lít yfir heimili mitt. Þar er Allt. Of. Mikið. Af. Dóti. Ég veit ekki hvar ég á að byrja þegar kemur að tiltekt og þrifum.

Núna nýverið hef ég verið að fylgjast með þáttunum Consumed á Netflix, þar sem að heimsklassa safnarar (hoarders) fá aðstoð fagmanneskju til að taka til í lífi sínu, því hlutirnir í kringum okkur skipta öllu máli þegar kemur að orku og orkuleysi, hvíld og hvíldarleysi, hamingju og óhamingju.
Hamingjan felst nefnilega alls ekki í því að eiga það besta og mesta. Þvert á móti. Því minna dót sem við eigum, þeim mun meira pláss eigum við fyrir hamingjuna og vellíðan. Í þessum þáttum, Consumed, er fólk látið losa sig við 75 % af eigum sínum. Hljómar ógerlegt í mínum huga.

Eftir hvern þátt fyllist ég svo miklum eldmóð til þess að losa mig við hluti. Verst er að mitt gláp fer jafnan fram seint um kvöld svo að þessi eldmóður kemst ekki langt. En ég er byrjuð!

Ég gekk þó á vegg. Þegar kom að því að fara í gegnum leikföng barnanna. Tökum herbergi Brynjars sem dæmi, þess 6 ára.
Hann á svo mikið af leikföngum. Frábærum, fallegum leikföngum. Playmo to die for! Lego to live for! Og svo margt annað skemmtilegt.

Þessi leikföng hafa legið ósnert frá mörgum vikum upp í marga mánuði. Nema þegar stutta lukkutröllið fær að pota aðeins í það á mjög góðum systkinadögum, sem er ekki oft.

Brynjar er svo tilbúinn að losa sig við þetta allt saman. Hvort sem það er að gefa öðrum sem eiga minna eða selja og fá að versla sér eitthvað annað nær áhugasviði hans.

En er mamman tilbúin til þess?

Nei. Ég á þetta dót.

Ég virðist hafa bundist miklum tilfinningaböndum við þessi leikföng. Ég nefnilega SÁ FYRIR MÉR ótrúlega fallegan leik, dundað sér tímunum saman, við að leika í sameiningu í heilmiklu ævintýri.
Svona Hollywood dæmi.

Ég bara bý ekki í Hollywood mynd, framleidda árið 1994.

Ég er því að upplifa ákveðið sorgarferli. Afneitun er fyrsta skrefið, og hef ég staðið lengi í því spori. En nú er næsta skref hafið. Ég hef sætt mig við það að þessi leikföng verði ekki notuð hér heima og hef því hafið að taka myndir af því „besta“ til að selja, og hef nú þegar farið þungum sporum út í Sorpu með kassa af bílum og ofurhetjum.
Ég finn þó strax fyrir meira rými í huganum og hjartanu. Það er meira pláss og minna ryk í herberginu. Nú fá næstu rými að finna fyrir sópinum og kynnast vinum mínum, kassa og svarta ruslapoka. Mæli með þessu.

Viltu kaupa playmo? Ég á það til.

 

You may also like...

1 Response

  1. Binga gamla says:

    Consumed eru bestu þættir í heimi. Stofan búin hjá mér þar sem slatti fór í gefa kassa og annar slatti í selja kassann. Eldhúsið hálfnað og ómæ hvað èg á mikið af drasli. Næst er það gangurinn, baðið, herbergi sonarins og að lokum mitt. Viltu Ritzenhoff bolla eða fallega skál sem ég er búin að eiga forever en nota aldrei, talaðu þá við mig I GOT THE STUFF

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *