Drops of youth 30+

Nafnið á vörunni er ekki að skemma fyrir þessa línu, hún virkar fyrir mig og gæti virkað fyrir fleiri konur yfir þrítugt.

Ég ætla að segja ykkur frá þessum vörum sem hafa fullkomlega náð mér á sitt band.

Ég hef talað um það á snappinu að ég var ein af þeim sem var ekkert að spá í hvaða dagkrem/næturkrem eða maska ég var að nota og ég notaði ekki maska fyrr en um þrítugt.

Nivea var það sem ég tók með mér úr búðinni og hélt mér við það frá ungum aldri.

Á 34 ára aldursári sá ég að ég varð að skoða eitthvað annað fyrir húðina, ég var að fá hormónabólur sem ég virtist ekki geta losnað við, ég heyrði þá að Vítamín E línan frá Bodyshop væri frábær.

Byrjaði á að versla mér dagkremið og prófa, já, það var gott en ekki nægilega gott fyrir mína húð og ákvað þá að prófa þessa línu sem er bara fyrir konur yfir þrítugt.

Það tók ekki nema 2 vikur fyrir þessar bólur hætta að koma svona ört og núna í dag hef ég ekki fengið eina einustu á vandamálasvæðinu í margar vikur, sem er met.

Ég er með mjög olíukennda húð, en get fengið yfirborðsþurrk sem ég finn ekki eftir að ég byrjaði að nota þetta.

Til að ná þessum árangri þá notaði ég þetta þrennt

Hér erum við með Foaming wash, dagkrem og Peel, allt eru þetta Vegan vörur

 

Þetta er það sem ég á til og nota alltaf, Peel nota ég 2 sinnum í viku til að fjarlægja dauðar húðfrumur og það gerir það með stæl.

Samviskulega þarf að þrífa húðina á hverju kvöldi með Foam Wash og bera svo á sig krem, ég hef lent í því að sofna áður en ég næ að þrífa húðina og ef ég er óheppinn þá mætir ein vinkona á svæðið eftir aðeins eina nótt, ekkert hefur komið á meðan ég set þetta í forgang á kvöldin og held mig við þessa rútínu.

Ég þarf ekki lengur að nota andlitsvatn til að ná öllu af húðinni, það er alveg nóg að nota bara Foaming wash.

Ó hversu yndislegt það er að hafa loksins! fundið það sem gerir húðina fína, það getur kostað mikla peninga að eyða í nýjar og nýjar vörur sem svo hentar manni ekki.

Til að fá mjög fallega áferð á húðina nota ég svartan peel off maska fyrir sérstök tilefni.

Svo ætla ég auðvitað að prófa fleiri vörur úr þessari línu.

 

Þangað til næst <3

 

*þessi færsla er ekki kostuð*

 

 

 

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *