Ed Sheeran

Loksins er komið að því að Ed Sheeran heimsæki Ísland. Ég er búin að dreyma um þessa stund í mjög langan tíma því það eru fáir eins dásamlegir eins og hann. Eiginlega erum við búin að vera í leynilegu sambandi í nokkur ár, svo leynilegu að hann hefur ekki hugmynd um það að hann eigi kærustu á Íslandi. Ég veit að hann er sjúkur í mig og sér ekki sólina fyrir mér enda heyrist það í öllum ástarballöðunum sem hann syngur með sinni þýðu engilrödd og hver nóta bræðir hjarta mitt og ég algjörlega kikkna í hnjánum.

Sjáið hvað við erum hamingjusöm saman… Ok þetta er vaxmynd af honum en ég meina samt.

Ég vissi það fyrir alvöru að hann væri algjörlega skapaður fyrir mig þegar Thinking out loud kom út. Lagið og textin eru ekki bara himnesk og kveikja tilfinningar í hverri einustu taug heldur er myndbandið algjör unaður.

Ok ég veit að hann er að dansa við einhverja aðra konu en ég fyrirgef það þar sem ég var örugglega upptekin þennan dag og átti þetta líka pottþétt að koma mér á óvart. Þarna sýnir hann allt sem ég elska við karlmenn, hann syngur, dansar, er klæddur í vesti (er veik fyrir mönnum í vestum og vill koma því aftur í tísku að menn séu í fínni buxum, skyrtu og vesti) og svo er hann rauðhærður sem er náttúrulega bara fullkominn litur.

Með laginu Shape of you sagði hann mér að hann elskar allar mínu kvennlegu línur sem eru aðeins fleiri en hjá mörgum og honum finnst ég sjúllað sæt.

Ég hafði samt smá áhyggjur þegar ég hlustaði á Perfect (sem nákvæmlega ég er fyrir hann sko) en þar talar hann um að eignast börn saman en svo fattaði ég að hann var að tala um að ætleiða Jóhannes já og eignast hunda sem verða litlu babyin okkar…..

Svo kom sjokkið

Nei það var ekki það að hann giftist einhverri stelpu sem er víst æskuástin hans ég meina ég er pottþétt stóra ástin hans þannig að ég er alveg sátt við það en ég hef enn ekki fengið VIP miða með þið vitið dressi fyrir tónleikana og limmu sem sækir mig og út að borða og allt sem kærasta á að fá. Nei ekki orð og ég er í svo mikilli fílu að ég ætla ekki að fara á tónleikana hans.

Ok kanski er það af því að ég á ekki pening enda treysti ég á að ég myndi fá risa gjafakörfu frá honum en Neiiiii og svo lendi ég á Íslandi á sunnudaginn… Gæti að vísu komist á þá tónleika, þannig að hann hefur enn tíma til að redda þessu

Ég veit ekki hvað ég á að segja en ég held að ég verði bara að dömpa honum og fá mér nýjann kæró því ef hann gerir ekki eitthvað verður einhver annar gaur svo heppinn að vera nýji leynilegi kærastinn minn, svo leynilegur að hann mun ekki einu sinni hafa hugmynd um það. Veit samt að það verður erfitt að finna annan sem skorar jafn hátt og Eddi minn,

Þið sem farið á tónleikana eða hittið hann segið honum kanski að kærastan hans, þessi sem hann veit ekki af er mjög svekt yfir þessu öllu

En þar til næst

hin leynilega kona í Árbænum

Já bara svo það komi líka fram hversu leynileg ég er þá er ég líka Victoria’s Secret módel en það er svo mikið leyndarmál að Victoria veit ekki af því.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *