Ég elska þig meira en plastið í sjónum

Þegar ég býð börnunum mínum góða nótt þá á ég það til að segja þeim hversu mikið ég elska þau með ýmsum útfærslum.
“Ég elska þig meira en allar stjörnurnar í geimnum, og það er sko mikið”.
“Ég elska þig meira en öll sandkorn í heiminum, og það er sko mikið”.
“Ég elska þig meira en allir fiskarnir í sjónum, og það er sko mikið”.
En nú er veruleikinn varðandi sjóinn og sjávarlíf að breytast á ógnvænlega miklum hraða. Það verður ekki langt þar til ég get sagt; “Ég elska þig meira en allt plastið í sjónum, og það er sko mikið”.

Ég hef alltaf kennt þeim að hugsa vel um náttúruna, henda aldrei rusli á götuna og ef þau sjá rusl að taka það upp og henda í næstu ruslatunnu. Ef allir myndu vera kærulausir einu sinni á dag, á hverjum degi, með því að henda einu rusli, þá liði ekki langur tími þar til við myndum ekki sjá í grasið eða stéttarnar.

En ástandið fer versnandi, þótt að mín börn hendi í tunnurnar frekar en jörðina! Það er augljóst að hlutir þurfa að breytast og við mannfólkið þurfum að vera samtaka í breyttri hegðun. Og ég vil reyna að hjálpa okkur öllum að taka eitt skref fram á við.

Þess vegna ákvað ég að koma með vöru á markaðinn sem heillaði mig fyrir löngu síðan og sem ég hef svo mikla tröllatrú á!

Solid Shampoo!

Shampoo, sem nýtist líka sem hárnæring, í föstu formi svo að plastflöskurnar utan um verða óþarfar! Tekur ekkert pláss, verndar náttúruna OG gefur hárinu svo mikið hreinni þvott en við erum vön því það eru engin óþörf efni í þessu og allar olíur eru náttúrulegar. Eitt svona stykki endist líka í svo góðan tíma! Við munum öll eftir litlu hvítu handsápunum sem virtust vera eilífar – sama sagan hér!

Ég sel stykkin á vefsíðunni www.fyrirhana.is
og sendi þau frá mér í endurvinnanlegum umbúðum, tek þetta alla leið !

Þarf nú bara að fá póstinn í lið með mér og bera þetta út fótgangandi eingöngu og þá erum við all set! En það væri kannski stærra vandamál.

Þetta er lítið skref, með stóran ávinning, sem við getum öll tekið saman. Við vitum öll hvert umhverfismálin eru að stefna og ef við viljum skilja eitthvað almennilegt eftir fyrir afkomendur okkar þá verðum við að byrja að vinna!

Hvaða skref eruð þið farin að taka í átt að plastlausu og betra umhverfi? Megið endilega deila þeim í athugasemdum svo ég geti tileinkað mér fleiri breytingar! Ég er svo tilbúin til þess!
You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *