Ég missti barnið mitt

Kannski er þetta pínu gróf fyrirsögn en þetta er nákvæmlega svona , ef ég ætti að lýsa tilfininguni við það að missa fóstur. Ég missti barnið mitt sumarið 2016.

Ég upplifi oft þegar fólk talar um það að missa fóstur sé það bara ekkert mál , eins og það bara skoli sig út og maður á bara að halda áfram með líf sitt og gleyma þessu, þetta bara er ekki svo auðvelt , þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið , þetta er barnið mitt , litla fóstrið með fallegu vængina sína.

Ég hef fengið að upplifa það í tvö skipti að missa , þessi tvö skipti eru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim.

Í fyrra skiptið sem ég missti hafði það alls ekki eins mikil áhrif á mig eða mitt líf eins og í seinna skiptið.
Ég var 16 ára í bullandi áfengis-og vímuefnaneyslu og mér var skítsama um allt og alla í kringum mig, þannig virkar neysluhausinn oft.

Ég var heima hjá vinkonu minni í heimsókn að spjalla um og plana komandi djamm (auðvitað) , ég var nýhætt á getnaðarvörn því hún fór svo í skapið á mér , var hvortsem er alltaf að gleyma þessari pillu svo til hvers að vera á henni , ég var nú ekki að spá mikið í því hvenær ég væri á túr eða ekki , enda bara 16 ára gömul og að ég held fáar svona ungar stelpur að spá í barneignum.

Móðir mín lét mig fara á pilluna þegar ég var 13 ára , ég var með svo rosalega slæma túrverki og mjög óregluleg , þennan dag sat ég inn í herbergi hjá vinkonu minni , var búin að vera með verki í nokkra daga og var svosem ekki að pæla í því og hélt að tími mánaðarins væri bara bráðum að byrja , ég fékk rosalegt verkjakast heima hjá henni og fannst eins og eitthvað væri að “leka” svo ég hélt að ég væri bara að byrja og bað vínkonu mína um að láta mig fá túrtappa og ég fór inn á bað , jú það var byrjað að blæða en mér leið ekki eins og vanarlega , þetta var eitthvað skrítið….

Ég sat á klósettinu og fann eitthvað renna niður með tilheyrandi verkjum , þá vissi ég það bara , ég var að missa fóstur.

Ég var í miklu sjokki og var eiginlega ekki að trúa þessu , ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði orðið ólétt , labbaði niður til stelpnana og sagði þeim frá þessu , þær voru örugglega í verra áfalli en ég sjálf.

En ég man það vel að mér leið ekki beint illa þarna enda í engu ástandi til þess að eyða tíma í að hugsa um svona , eina sem ég hugsaði um var næsta djamm enda er ég pínu fegin í dag að hafa ekki átt barn á þessum tíma þar sem ég var barn sjálf , týnd í heimi áfengis og fíkniefna og gat ekki einu sinni hugsað um sjálfan mig.

Ég hefði mest líklegast misst forræðið yfir barninu eða snúið blaðinu við , hver veit..

16 ára ég.

 

Í seinna skiptið sem ég missti var það allt öðruvísi , tilfiningalega og líkamlega. Aðstæðurnar voru líka langt frá því að vera eins…

Ég var í mjög slæmu andlegu ójafnvægi , Óliver var bara 10 mánaða , ég var að leiga ein og í 120% vinnu , ég var einstæð mamma sem náði ekki endum saman , bæði fjárhagslega og andlega , ég var vaknandi upp á hverri einustu nóttu í ofsakvíðakasti og hélt að ég væri að deyja og ég leyfði hausnum alveg að halda það versta , ég svaf lítið sem ekki neitt , mér fannst erfitt að vera ein með barn , ein með heimili í brjálaðri álagsvinnu.

Ég fór að hitta strák á þessum tíma , vorum meira bara að sofa saman og vorum góðir vinir , hann lét mér líða betur og það er það sem mig vantaði akkurat þarna , hann var góður við mig og var til staðar.

Ég hélt að ég hefði borið tilfiningar til hans en ég var bara svo sjúk í væntumþykju og góðmennsku eftir stormasamt samband með barnsfaðir mínum.

Mér var kannski pínu farið að líða betur á þessum tíma en þessi strákur var ekki edrú en samt náði ég að halda mér einhvernvegin , get samt ekki útskýrt hvernig , við vorum búin að vera að sofa saman í kanski mánuð þegar ég fékk bara tilfiningu um að þurfa að pissa á óléttutest , bara til að útiloka það fyrir sjálfri mér að ég væri ólétt.

Ég pissaði á testið og leyfði því að bíða í smá , sýndist á öllu að þetta væri neikvætt en var samt ekki viss , ég kallaði á systir mína og þurfti að lýsa vasaljósi á testið , ég hélt að ég væri orðin eitthvað rugluð , það sást mjööög dauf lína með vasaljósi , lét systir mína skoða það og hún sagði að það væri lína líka , ég var samt ekki viss.

Ég hringdi í strákinn og lét hann vita , honum langaði ekki í börn strax svo að hann fór í hálfgert sjokk , ég sagði honum að ég væri samt ekki viss og ætlaði að hringja í hann þegar ég væri búin hjá lækni , ég fór til læknis sem sendi mig í blóðprufu , hann ætlaði að hringja í mig daginn eftir og ég var svo stressuð að ég gat ekkert sofið , ég vissi heldur ekki hvað ég ætti að gera ef ég væri ólétt , ég var einstæð með 10 mánaða gamalt barn , ég var ekki andlega stödd til þess að hugsa einu sinni um sjálfan mig, hvað þá eitt barn í viðbót. Ég vissi að strákurinn myndi ekki vilja taka þátt , svo að hausinn vafraði fram og til baka og allar hugsanir þar á milli , ég gat ekki komið með nógu góða ástæðu/afsökun fyrir sjálfan mig til þess að fara í fóstureyðingu , ég vissi að það myndi trufla mig fyrir lífstíð , þetta var kæruleysi hjá okkur báðum , hann vissi að ég var ekki á getnaðarvörn og við notuðum heldur ekki verjur.

Læknirinn minn hringdi svo daginn eftir , hann tilkynnti mér það að í svona prófi að ef maður skoraði yfir 5,5 væri maður óléttur , ég skoraði 64 , svo það fór kannski ekki á milli mála að ég var ólétt!

Ég var eiginlega hálf dofin og vissi ekki hvernig mér átti að líða en ég hringi strax í strákinn og tilkynni honum þetta , það fyrsta sem hann segir við mig er “ætlaru ekki pottþétt í fóstureyðingu”.. Ég var svo móðguð og sár , eins og þetta sé bara ekkert mál ?
að láta eyða barninu mínu útaf okkar eigin kæruleysi..
ég sagðist bara ekki vera viss, hann lofaði mér öllu fögru ef ég myndi fara , hann myndi fara með mér og myndi vera hjá mér í nokkra daga eftir á og hjálpa mér að hugsa um strákinn minn og svona.
Ég var svo andlega veik , var hálf reið en fannst þetta frekar krúttlegt , svona eftir á þá blöskrar mér , hann var að reyna að plata mig í fóstureyðingu með fallegum loforðum þegar hann vissi hversu brotin ég var.

 

Næstu daga var ég endalaust að reyna að ræða þetta við hann , eiginlega of mikið , hann vildi ekki ræða þetta , hann vildi bara láta þetta hverfa  , vildi ekki vita af þessu.
Nokkrum dögum seinna er ég búin að ákveða mig 100% hvað ég vill gera eftir miklar vangaveltur , ég ætlaði að tilkynna stráknum það að ég ætlaði að halda barninu og hann myndi bara ráða því sjálfur hvort að hann tæki þátt eða ekki.

Ég var frekar sátt við sjálfan mig þetta kvöld , ég stóð við mitt , ég hafði ekki gert það í mjög langan tíma , alltaf leyft öllum að vaða yfir mig… Ég bara var svo brotinn eftir áfall eftir áfall…

Morgunin eftir fer ég á fætur , það byrjar að blæða hjá mér en ekkert alltof mikið en ég hringi samt í læknirinn minn og talaði við hann og hann bað mig um að koma strax sem ég svo gerði , ég vissi samt alveg, ég vissi að fóstrið mitt var að kveðja mig. Hann sendi mig aftur í blóðprufu og hringdi svo í mig seinna sama dag og tilkynnti mér að gildin væru farin niður í 4,5 svo ég var að missa , ég átti að koma so aftur eftir 2 daga og ef að fóstrið væri ekki búiðað skila sér þyrfti ég að fara í aðgerð og láta fjarlægja það. Ég vissi ekki hvernig mér átti að líða , en eitt áfallið að bætast í bankann , sem ég þurfti sko alls ekki á að halda, ég var að missa barnið mitt , sem ég var svo tilbúin að taka á móti með opnum örmum og fullt a af ást , þetta yrði erfitt en égá góða að sem hefðu hjálpað mér!

Ég hringdi í strákinn til að segja honum þetta , að hann gæti núna verið sáttur aðþví ég væri hvortsem er að missa fóstrið.
Ég held að ég gleymi því seint hvernig hann svaraði mér
“Okei það er gott , þá þarftu allavegana ekki að fara í fóstureyðingu”

Þetta var en eitt höggið í andlitið , svo frábær stuðiningur sem maður fékk , hann var búin að lofa mér að styðja mig ?
Ég veit ekki hvað ég var að pæla þegar ég hugsa um þetta núna .. En ég var mjög reið yfir því að fá ekki einn einasta stuðning , ég auðvitað skellti á hann og reyndi svo að tala við hann í gegnum netið , honum virtist vera alveg sama , ég sem titlaði hann sem góðan vin minn en svo var víst ekki , þegar ég var að spjalla við hann var ég orðin frekar brjáluð og trúði ekki mínum eigin augum þegar hann kallaði mig lygara , ég var svo hissa… Hann var viss um að ég væri að ljúga um þetta allt saman , óléttuna og svo missa barnið , ég get svosem ekkert neitað því að þetta var svoltið loðið , hann fékk nátturulega enga “sönnun”

Ég var nýlega búin að missa fóstur þarna 2016, skellti mér eiginlega beint til útlanda. Það sést ekki alltaf á manni hvað maður hefur gengið í gegnum.

Ég átti mjög erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að ég væri að missa fóstur , ótrúlega verkjuð og blæddi endalaust en fóstrið virtist ekki vera að skila sér.

Nóttina áður en ég fór til læknis var ég viss um að ég þyrfti að fara í aðgerð að láta fjarlægja fóstrið , kl var 2 um nóttina þegar ég fékk slæman verk og fann það að nú væri fóstrið að koma niður , ég fór auðvitað á klósettið og sat þar og grenjaði , fann það detta niður og ég sat þarna í dágóðan tíma og grét , ég stóð upp og var bara ekki tilbúin að sturta niður (ég veit að þetta hljómar massívt dramatískt en svona var þetta). Ég vildi ekki sleppa takinu , þetta var svo erfitt aðþví ég hugsaði svo lengi og allan tímann um Óliver , hvað ef ég hefði misst hann og ætti ekki svona fullkominn strák!

Það fer mikið í mig þegar fólk talar um það að missa fóstur eða fara í fóstureyðingu sé ekkert mál, þetta er  heilmikið mál , allavegana í mínu tilfelli var tilfiningin sú að ég væri að missa barnið mitt , ég hugsa oft í dag hvort þetta hefði verið stelpa eða strákur , hvernig barnið hefði litið út , ég elska barnið mitt sem fékk aldrei að sjá heiminn , ég elska barnið mitt sem ég fékk aldrei að snerta eða halda á.
Sama hversu stutt ég var komin var þetta samt líf sem var að kvikna , en nú á ég pínu lítinn engil þarna uppi.

Til þess að klára söguna með strákinn þá var ég svo reið við hann að ég fór og lét prenta út blóðprufurnar mínar og fór í vinnuna hans og henti þessu í smettið á honum , að hann skuli ekki dirfast til þess að kalla mig lygara.

Með þessu langar mig að vekja athygli á því að það er þvílíkur missir að missa fóstur , það er þvílíkt áfall en allt er auðvitað persónubundið.

Við tökum misjafnlega á hlutunum og allt fer eftir aðstæðum , ef þið ætlið ALLS ekki að eignast barn að þá þarf að nota verjur , það þýðir ekki að vera kærulaus og svo “hoppa” bara í fóstureyðingu , ég hef auðvitað ekkert á móti fóstureyðingum , flestir hafa góðar ástæður og það er algj0rlega þeirra.

Ég vill líka hvetja þær konur sem vilja ekki börn núna eða í framtíðinni að gefa egg!
Það er alls ekki sjálfgefið að geta eignast börn , ég mun klárlega í nánustu framtíð gefa egg til þeirra sem þurfa , þetta er fallegasta gjöf sem ég veit um!

Ef ykkur líður illa , eða hafið lent í svipuðum aðstæðum eins og ég , taliði um það , ég setti sjálfan mig á pínu háan hest og faldi mig , þið eruð ekki ein..
Það er ekkert að því að líða illa , ekki fela það!

 

 

Þangað til næst<3

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *