Ekki flýta þér of mikið

Ég og dóttir mín fórum til Akureyrar um helgina þar sem systir mín var að fremst. Við mægður skemmtum okkur vel fyrir norðan og var mjög gaman og gott að hitta vini og ættingja.

Þegar við vorum að keyra heim á sunnudeginum var ég að keyra upp hæð þegar allt í einu birtist bíll beint fyrir framan mig, ég snar bremsaði strax og var komin niður í sennilega svona 50-60 kílómetra á klukkustund þegar bíllinn rétt nær að sveiga sér aftur yfir á sinn vegarhelming.

Ég var ótrúlega heppin að ekki hafi farið verr.

Það sem truflaði mig mest við þetta var að hugsa til þess að manneskjan sem kom á móti mér virtist hreinlega ekki hafa geta beðið með það að taka fram úr þangað til aðstæður voru ornar öruggar.

Var án gríns svona mikilvægt að komast aðeins fyrr á áfangastað að hann/hún var tilbúin að fórna lífi sínu, farþegar sinna (ef það voru farþegar) og þeim sem kom á móti sem í þessu tilfelli var ég og börnin mín.

Daginn eftir fórum við vinkona mín í bæinn með stelpurnar okkar og á leiðinni heim komum við að slysi sem var augljóslega nýbúið að gerast. Við auðvitað stoppuðum bílinn og fórum strax út að aðstoða.

Ég hef aldrei sé annað eins. Ég ætla ekkert að fara nánar út í allt sem gerðist þarna. Við vinkonurnar reyndum allt sem við gátum til að hjálpa til og vorum hjá þeim þar til fagmenn komu og tóku við.

Við vorum fastar þarna í dálítinn tíma á meðan sjúkrabílarnir voru að fara og lögreglan ræddi aðeins við okkur.

Þegar við vorum að keyra í burtu gat ég ekki annað en hugsað um hversu nálægt því ég var að vera í þeirra sporum bara deginum áður og hversu heppin ég væri að fá að fara heim og vera með fjölskyldunni minni.

Það er ótrúlegt hvað lífið getur breyst hratt og þetta minnti mann á hvað það er mikilvægt að njóta lífsins á meðan maður getur.

Við vitum aldrei hvenær slysin gerast.

Það er líka gott að muna það að vera ekki að taka neinar óþarfa áhættu í umferðinni þar sem þá ertu ekki bara að stofna þér í hættu heldur líka þeim sem eru í kringum þig.

Það er einfalega ekki þess virði að hætt lífinu bara til þess að komast aðeins fyrr heim.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *