Ekki gleyma að hugsa um þig

Eftir að Máney fæddist hætti ég alveg að hugsa um sjálfan mig, öll orkan fór í nýja fallega barnið mitt og þegar ég var ekki að sinna henni var ég að taka til eða þrífa.

Vanlíðan og orkuleysið safnaðist upp smásaman þar til mér var farið að líða það illa að ég grét nokkru sinnum á dag án þess að vita nákvæmlega afhverju.

Þetta hafði stór áhrif á fjölskyldulífið og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera til að kom mér upp úr þessari holu sem ég var búin að grafa mér.

Einn daginn var ég orðin svo þreytt á áð líða svona illa, á að leyfa vanlíðan um að taka völdin.

Ég ákvað að koma mér upp úr holunni og taka stjórn á eigin lífi og hamingju.

Ég fór að taka mér tíma til að hugsa um sjálfan mig, gera eitthvað sem mér fannst skemmtilegt að gera.

Þótt það væri ekki nema bara að dunda mér við að mála mig þann morguninn eða hringja í vinkonu og spjalla. Það þurfti ekki að vera neitt stórt eða mikið, bara nokkrar mínútur sem ég tók á hverjum deigi í að dekra aðeins við sjálfan mig.

Ég fann nánast strax hversu mikil áhrif þetta hafði.

Mér var farið að líða vel, brosa, hlægja, neikvæðu hugsununum skipt út fyrir jákvæðar. Orkan kom aftur og ég fór að öðlast meira sjálfstraust.

Ég fór að hafa meiri orku í að leika við Máney og njóta þess að eyða tíma með henni og Símoni.

Mér fór að langa að hugsa betur um sjálfan mig, borða hollar og hreyfa mig meira.

Ég var orðin svo þreytt á að eyða orkunni í depurðina og ákvað að eyða henni frekar í að gera líf mitt eins gott og ég mögulega gæti.

Ég hætti að leifa litlu hlutunum að hafa áhrif á mig og að eyða orku í óþarfa neikvæðni.

Ég var það eina sem stóð í vegi fyrir mér og ég var orðin þreytt á að neita sjálfri mér þeirri hamingju sem ég á skilið.

Lífið er eins gott og við gerum það, auðvitað geta alltaf komið upp leiðinlegir hlutir sem við ráðum ekki við en það munar svo miklu að takast á þá með jákvæðum huga.

Það er alveg ótrúlegt hvað auðveldir og jákvæðir hlutir geta haft mikil áhrif á mann.

Það eiga allir skilið að vera hamingjusamir og að njóta lífsins.

Við megum ekki gleyma að hugsa um okkur sjálf.

Lífið er núna.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *