Engar meðgöngur eru eins

Þessi meðganga er búin að vera allt önnur upplifun en mín fyrri reynsla.

Þegar ég gekk með Máney var ég rúmliggjandi fyrstu 2 mánuðina. Ég gerði ekkert annað en að æla, alveg sama hvað ég borðaði það kom allt upp aftur.

Eftir það voru einkenni mjög lítil, ég var bara frekar þreytt.

Síðustu vikur hafa verið allt annað, ég hef verið mjög þreytt með bakverki, tog verki og þvílíkar hormóna sveiflur.

Bumban alveg blæs út og líður mér oft eins og ég sé gengin mikið lengra en ég er í raun.

Ég byrjaði mjög snemma að fá bakverki og reyndi strax að bregðast við þeim, fór að ganga með meðgöngubelti, fór að sofa með snúningslak, fór að fara reglulega í sund og reyndi að gera allt til að sjá til þess að verkirnir yrðu ekki verri.

Það sem mér hefur fundist sorglegast við þessa meðgöngu er að mér finnst ég ekki hafa notið mín jafn mikið og síðast. Stundum líður mér bara eins og ég sé búin að missa af eigin meðgöngu. Það er líka búið að vera mikið í gangi hjá mér og hef ég því lítið ná að einbeita mér að komandi kríli.

En núna loksins er farið að vera minna að gera hjá mér og er ég loksins farin að hafa tíma til þess að njóta mín og unirbúa mig fyrir komandi kríli.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *