Eyrnabólga og hvaða afleiðingar hún hafði á son minn

Eyrnabólga hjá ungum börnum hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga, þetta er erfitt ástand sem margir foreldrar þurfa að glíma við og börnin upplifa mikin sársauka og vanlíðan vegna þess.

Frumburðurinn var sennilega kominn með eyrnabólgu um 3 mánaða, í ungbarna skoðunum var sagt að það væri roði í eyrum en ekkert þyrfti að gera í, þetta færi.

Á þessum tima vissi ég ekki að best væri að fara til eyrnalæknis og afhverju þeir eru betri í að sjá eyrnabólgu hjá börnum en venjulegir heimilislæknar.

Ég fékk þó að heyra að ástæðan fyrir þessu er að þau eru ekki með nógu góð tæki til að greina með.

Ég er orðin heldur sjóuð í þessum málum eigandi tvö eyrnabólgu börn, yngri slapp betur þar sem ég vissi hvert ég ætti að leita og hvaða hjálp var í boði.

En aftur að eldri syninum sem er nú orðin 6 ára og er röra laus í dag.

Svefninn var alltaf í ólagi

Hann svaf mjög ílla fyrstu tvö árin, einn og einn dagur sem hann náði að sofa í heila nótt, þetta tók auðvitað sinn toll af okkur foreldrum og honum sjálfum.

Þegar hann er að nálgast 2 ára þá erum við búin að fá einn sýklalyfja skammt fyrir hann en samt með endurteknar eyrnabólgur sem margir læknar yfirsáust og okkur bent á frá vinum að panta tíma hjá háls, nef og eyrnalækni í Glæsibæ.

Hann kemst fljótt að og stuttu eftir fer hann í sína fyrstu svæfingu og rör.

Á myndinni liggur hann í kerrunni sinni alveg inn pakkaður og ég búin að rugga honum lengi til að fá hann til að sofna <3

Margar nætur voru svona.

 

Mistökin við að senda okkur ekki til sérfræðings hafði slæmar afleiðingar

Það sem þessi hæga gangur í greiningum gerði syni mínum var að hann var nánast heyrnalaus á meðan þessu stóð, hann “talaði” mjög hátt og hafði gert frá því að hann byrjaði að búa til hjóð bara nokkra mánaða gamall.

Hann var eftir á í tali, tjáði sig bjagað og það skildi hann engin nema ein kona á leikskólanum og við foreldrarnir stundum, þetta hljómaði allt einsog kinverska í eyrum annara.

Það auðvitað segir sig sjálft að barn sem heyrir lítið er ekki að fara læra ný orð, líður ílla þegar fólkið í kringum hann skilur hann ekki, það bryst fram í pirringi og vanlíðan,  aðrir krakkar vilja ekki allir leika við annað barn sem er með mikin hávaða og sem það skilur ekkert í.

Þetta voru áhyggjurnar mínar á þessu tíma, og hver framtíð hans yrði ef ástandið lagaðist ekki, hvernig skólagangan verði.

Hann fékk hita nokkrum sinnum í mànuði þegar ástandið var sem verst.

 

Heppnin lá í að Óliver gafst aldrei upp á að reyna að tjà sig

Strákurinn hefur alltaf tjáð sig meira en venjulegur krakki og ég sé að það hefur hjálpað honum að komast uppúr þessu hratt og örugglega, mjög félagslyndur og glatt barn.

Þrátt fyrir mikla verki sem fylgir eyrnabólgum þá var stutt í brosið, get ekki annað en horft stórum augum á þennan sterka og duglega strák.

 

Stundum þarf meira en eina svæfingu

Hann fór í nokkrar svæfingar, rörin áttu það til að detta úr og ekkert annað í stöðunni en að setja aftur í.

Hann fékk samt eyrnabólgur eftir ísetningu, en þá lak vökvinn úr eyranu en sat ekki fastur.

Rörin geta stíflast og þá fengum við dropa sem virkaði vel.

Boltinn fór svo að rúlla þegar hálskyrtlarnir voru teknir í apríl 2015 ,undir lokin vildi hann ekki fasta fæðu, ég heyrði það à rödinni að hún hljómaði ekki rétt, hann talaði einsog hann væri með loftkúlu fasta í hálsinum, læknirinn hafði orð à því að það var pínulítið gatið í hálsinum,  kyrtlarnir voru alltof stórir, þá var einsog skrúfað var fyrir krana og flóð af nýjum orðum komu.

 

Talþjálfun

Leikskólinn hans var okkur innan handar og benti okkur á að talþjálfun væri mjög gott fyrir hann, það er talsverð bið í það og því betra að setja börnin á lista snemma þegar upp kemur um erfiðleika í tali og framburði.

Það hjálpaði honum mikið að fara í talþjálfun, hann hafði líka svo gaman af því, þar er allt lært í gegnum leik.

 

Þakklæti

Til allra sem bentu mér í rétta átt, til Sigríði Sveins eyrnalæknir sem hefur hugsað um báða strákana mína.

Óliver Logi er sigurvegarinn í þessu, hann er orðinn fluglæs, kann margföldun, plús og mínus, ef áhugin hans væri ekki svona sterkur væri hann ekki komin svona langt og það er ekki hægt að heyra að bara fyrir 2 árum var ástandið öðruvísi.

Ég gæti skrifað mikið meira um þetta, en mitt ráð til ykkar sem grunar að barnið ykkar er með eitthvað í eyrunum að panta strax tíma hjá Háls, nef og eyrnalækni til að sjá um þessi mál, engan annan.

Núna er hann útskrifaður úr leikskóla og ætlar að taka grunnskólan með stæl!

 

 

Þangað til næst

 

 

 

You may also like...

1 Response

  1. December 27, 2018

    […] Færslan er skrifuð af Kristjönu Rúnu og birtist upphaflega á Amare.is […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *