Fæðingarsaga Máneyjar

Þegar ég átti Máney bjuggum við á Þingeyri sem er lítil bær fyrir utan Ísafjörð. Hún fæddist því á sjúkrahúsinu á Ísafirði en þar er ekki boðið upp á mænudeyfingu vegna aukaverkana sem hún getur ollið.

Klukkan 06:00 þann 19 júlí vaknaði ég upp við verki, þeir voru ekki miklir og endust mjög stutt svo ég fór bara aftur að sofa. Ég hélt áfram að vakna reglulega þangað til ég vaknaði alveg. Yfir daginn fékk ég ekki verki nema örfáum sinnum svo ég var ekkert að kippa mér upp við það og hélt deiginum bara áfram eins og ekkert væri. Um kvöldið fór að styttast á milli verkjanna svo ég hringdi í ljósmóðirina mína og hún sagði mér að koma svo hún gæti kíkt á mig, þetta var á milli 23:00-24:00.

Ég var komin með 3 í útvíkkun en þar sem við bjuggum í 30 mínútna fjarlægð frá sjúkrahúsinu ákvað ljósmóðirin að halda okkur yfir nóttina.

Verkirnir fóru versnandi og versnandi svo ég náði lítið sem ekkert að sofa þessa nótt og var alveg sannfærð um að hún væri að fara að koma í heiminn um 5 leytið svo ég kallaði í ljósmóðirina en ekkert var að gerast.

Í hádeiginu var ég ennþá bara með 3 í útvíkkun svo hún hreyfði aðeins við belgnum og sendi okkur svo heim.

Verkirnir fóru sí versnandi og um 23:00 var ég farin að æla úr verkjum og farin að eiga erfit með að tjá mig svo við fórum upp á sjúkrahús og ljósmóðirin skoðaði mig aftur. Ég var komin með 5 í útvíkkun.

Eftir það fór allta að gerast ég fékk glaðloft til að hjálpa með verkina í smá tíma en fannst það lítið virka svo ég endaði á því að kasta því frá mér.

Verkirnir urðu meiri og meiri og ég var farin að gera hvað sem mér datt í hug til að reyna að minnka sársaukann.

Heilli eilíf síðar eða 2 tímum var komin tími á að rembast, það tók ekki nema 3-5 rembinga fyrir litlu skottuna að láta sjá sig klukkan 01:18 þann 21 júlí 2015.

Tilfiningin að fá litla barnið sitt loksins í hendurnar er engu líkt.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *