Fæðingarþunglyndi

Mér langaði svolítið að ræða þetta málefni , jú það hefur mikið verið skrifað um fæðingarþunglyndi , en ég hef sjaldan tengt einhvervegin við það .
Það eru ekki allir eins og því eru þunglyndi líka persónubundin , það er ekkert rétt eða rangt í þessu málefni , vissulega berst maður við allskonar
fylgikvilla í gegnum lífið en margir halda að erfiðleikar á borð við geðsjúkdóma séu inn í ákveðnum ramma, það er einfaldlega ekki rétt.
Við upplifum mismunandi áföll í gegnum lífið og berum okkur endalaust saman
við náungann með þeim afleiðingum að við höldum því fram að okkar erfiðleikar séu ekki eins mikilvægir og hjá næstu manneskju..

 

Svo hvað er fæðingarþunglyndi ? Hvernig veit ég hvort ég sé með það eða ekki?
Hvernig getur það verið að ég sé loksins koimin með barnið mitt í hendurnar en mér líður bara illa?
Jú , það eru svör við þessu… Þetta er þunglyndi sem er kallað fæðingarþunglyndi ef þú upplifir sterk einkenni á fyrstu 6 mánuðunum að lífi barnsins..
Ég ætla að nefna nokkur einkenni , ef þú tengir við mörg einkenni eða einkennin eru sterk á vissum sviðum , leitaðu þá til ljósmóður , læknis eða geðlæknis.

HELSTU EINKENNI
FÆÐINGARÞUNGLYNDIS
– Þessi einkenni standa
yfir í tvær vikur eða lengur

-Depurð
Áhugaleysi við ákveðnar athafnir
sem áður voru ánægjulegar
(samverustundir við barnið,
kyndeyfð)
– Þreyta, þrekleysi
-Svefntruflanir
– Lystarleysi
-Kvíði, áhyggjur
– Skortur á sjálfstrausti og sjálfsáliti
– Einbeitingarskortur
-Sektarkennd og vanmáttarkennd
sem tengist umönnun barnsins
– Endurteknar hugsanir um dauðann
og sjálfsmorð. Þessar hugsanir
geta einnig tengst barninu.

ÁHÆTTUÞÆTTIR

– Fyrri saga um geðraskanir t.d.
þunglyndi eða fæðingarþunglyndi
-Sængurkvennagrátur sem er enn
til staðar nokkrum vikum eftir
fæðingu
-Erfiðar félagslegar aðstæður,
konur sem eru einar eða
einangraðar og/eða eiga fáa vini
– Hjónabandserfiðleikar
-Mikið álag síðastliðið ár t.d. sorg,
ástvinamissir, erfiðleikar í
fjölskyldunni og búferlaflutningar
– Skortur á stuðningi frá maka
– Óráðgerð þungun
– Saga um þunglyndi maka
-Fósturlát (sérstaklega ef konan
verður þunguð innan 12 mánaða
frá fósturláti)
(Tekið af ljosmodir.is)

 

Ég ætla þar með að segja ykkur frá minni afneitun gagnvart mínu fæðingarþunglyndi ,
hvenær ég áttaði mig á því og sætti mig við það og loksins fór að vinna úr því!
Eins og ég talaði um í meðgöngu færsluni minni þá byrjaði ég hjá FMB teyminu komin rúmlega 36 vikur á leið ,
var mjög illa stödd andlega og átti erfitt með að viðurkenna það fyrir sjálfum mér og öðrum ,
þar sem barnsfaðir minn var svo veikur (fíkniefni og áfengi) Þá gat ég eiginlega ekkert hugsað um mína heislu þar sem allar mínar
áhyggjur og orka fóru í að pæla í því að gera aðstæðurnar „bestar“ fyrir hann. Ég var svo gríðalega meðvirk og trúði því alltaf þegar
hann sagðist ætla að vera edrú en svo fóru bara feluleikirnir af stað. Ég fékk ekki að njóta mín , aðþví ég er kvenkyns átti ég bara að kunna
á þetta allt saman.
Ég get með sanni sagt að ég reyndi mitt besta í að halda grímuni minni uppi , þrátt fyrir það að margir vissu þetta alveg , mínir nánustu..
Þar sem ég er mikil félagsvera þá voru vinir mínir ekki lengi að fatta að ekki væri allt með feldu hjá mér. Ég heyrði varla í neinum alla meðgönguna mína
, sem betur fer fékk ég þann heiður að vera ólétt með minni bestu vinkonu og hún hjálpaði mér mikið í gegnum þessa meðgöngu.

Þar sem ég fékk lítin sem engan stuðning frá mínum barnsfaðir þá fannst mér ég vera svo ein (fjölskyldan mín var samt mín stoð og stytta)..
Ég ætlaði mér aldrei að vera einstæð mamma ?? Eins og það sé hægt að ákveða það fyrirfram en ég var svo sannarlega búin að ákveða það.

Ég fór í minn 3 tíma hjá geðlækni hjá FMB teyminu sem bjargaði algjörlega tenginguni á milli mín og Ólivers..
Ég var samt aldrei að segja henni 100% satt , ég faldi mig svo mikið , skammaðist mín fyrir minn líðan og fyrri sögu ,
var hrædd um að barnið yrði tekið af mér ef ég myndi viðurkenna að ég hefði verið í fíkniefnaneyslu alveg þangað til ég komst að því að ég væri ólétt
, laug að öllum að mér liði mjög vel og það gengi allt frábærlega hjá okkur , ég var samt alveg að bugast , með barn sem var með ungbarnakveisu ,
svaf eiginlega ekkert á nóttuni og ég var ein með hann og fannst ég ekki geta neitt.
Ég hafði litla sem enga þolinmæði gagnvart elsku stráknum mínum , fannst hann eiga betra skilið , sagði oft við móðir mína að ég bara gæti þetta ekki ,
var frekar pirruð þegar hann grét , að ég fékk ekki bara að borða þegar ég vildi og sofa.
Ég gleymdi algjörlega sjálfri mér í þessu öllu saman , fannst leiðinlegt að líf mitt snerist um kúkableyjur , brjóstagjöf og svefn.
Mér leið bara mjög illa en mér datt ekki í hug að tala um að mér liði svona því ég skammaðist mín fyrir að hugsa þessar hugsanir
, ég sé eftir því í dag að hafa ekki opnað mig fyrr og talað um minn vanmátt og mínar hugsanir , því ég komst að því seinna
að þetta er fullkomnlega eðilegt fyrir konu með fæðingarþunglyndi að hugsa svona.
Margir sem munu lesa þessa færslu munu hugsa „til hvers varstu þá að eignast þetta barn ef þú „vildi“ það svo ekki“
Það er ekki málið .. Þetta er svo tabú í okkar samfélagi að mér blöskrar stundum , ég elska barnið mitt alveg jafn mikið og hver önnur móðir
, sonur minn er alltaf og mun alltaf vera númer 1,2 og milljón..
Ég var bara mjög veik á geði og hugsaði mjög illa um mig bæði andlega og líkamlega , ég var með fæðingarþunglyndi en var í svo mikilli afneitun gagnvart
sjálfri mér , ég sé ekki eftir einni mínútu sem ég hef eytt með syni mínum , þessar minningar eru mér svo dýrmætar þrátt fyrir mín veikindi , ég reyndi
samt mitt allra besta fyrir hann og mér tókst að komast á bataveg , ég er alltaf að læra eitthvað nýtt gagnvart uppeldi , tek við ráðum og virði allar
skoðanir , ég ber virðingu fyrir náunganum.
Ég er góð mamma þrátt fyrir að ég segi sjálf frá , ég er svo heppin með bakland og fólkið í kringum mig , ég stend í ævilangri þakkarskuld
við Þorgerði geðlækni hjá FMB teyminu sem hjálpaði mér þegar ég gat það ekki sjálf og var til staðar fyrir strákinn minn alveg sama hvað.
Ég er mjög þakklát fyrir foreldra mína sem gerðu ALLT fyrir mig og son minn þegar ég var sem verst.
Ég er á batavegi þrátt fyrir að ég eigi langt í land, en ég er svo stolt af mér fyrir að leita mér hjálpar og leyfa fólki að hjálpa mér.
Það er ekki sjálfsagt.

 

Ég er bara svo þakklát að þessir fagaðilar hafi staðið alveg fyrir sínu og gert allt í sínu valdi til þess að láta mér og syni mínum líða sem best.
Ég er að læra það að það er ekki til hin fullkomna móðir , við erum allar mannlegar og gerum mistök…
Við ætlum ekki að gefast upp ! Þrátt fyrir að við föllum og föllum hratt þá stöndum við upp aftur og aftur fyrir börnin okkar og okkur SJÁLFAR.
Ekki gleyma þér sjálfri þótt þú eigir barn , ekki gleyma að hugsa um sjálfan þig. Lífið þitt endar ekki við barneignir ,
við erum bara einfaldlega með fleiri ferðafélaga til þess að njóta með og skapa frábærar minnigar með , börnin okkar eru ekki stopp takki á lífið.

Gæti ekki lifað án hans ! Hann er það besta sem ég á<3

 

Lífið er NÚNA , Elskaðu þig eins og þú ert! Við erum öll að gera okkar besta<3

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *