Fer öryggi kvenna á Íslandi minnkandi?

Það var 12 ára gömul stelpa sem bjó í litlum bæ í Svíþjóð, á þessum degi var hún mjög spennt fyrir kvöldinu, hún var á leið á skólaball með vínkonu sinni og hlakkaði mikið til.

Móðir hennar hjálpaði henni að finna til föt fyrir ballið, hún hafði ávalt verið með dáldið öðruvísi fatasmekk og ekki feimin við að klæðast því sem hún vildi, ekki eins og hinar stelpurnar í bekknum sem ætluðu sér að mæta í kjólum.

Hún fékk að láni svartar útvíðar gallabuxur frá systur sinni þar sem skálmarnar náðu að hylja skóna að fullu, þetta var hún mjög ánægð með, byrjaði að labba af stað og beið á gatnamótum þar sem hún og vinkona hennar mæltu sér mót, þaðan yrði labbað saman á ballið.

Á þessum gatnamótum gerðist atvik sem hún átti eftir að muna eftir alla tíð, atvik sem vakti upp gríðarlega hræslu og spurninguna, hvað ef?

Í Skólanum hennar var henni kennt að snúa við og hlaupa eins hratt og hún gat á öruggan stað ef menn reyndu að tæla hana til sín.

Þarna á þessum gatnamótum stoppaði bíll sem var fullur af mönnum frá öðrum uppruna, einn mannana fór úr bílnum örlítið frá og labbaði í áttina til hennar, bílinn keyrði hægt með manninum.

Næst var hún spurð um hvort hún vissi hvar ein gatan var í hverfinu, hún hafði alist upp þarna og vissi vel að þessi gata og götunúmer var ekki til.

Framkoma mannsins var furðuleg, augnaráð hans var hræðandi, og henni fer að óttast um öryggið sitt, hún lítur yfir á bílinn, þá er hann stopp og einn annar mannanna búinn að stíga út úr bílnum og á leið til þeirra.

Akkurat þegar maðurinn sem spurði til vegar ætlar sér að taka í hana, þá snýr hún sér við og hleypur eins hratt og fætur togar í áttina að heimili systur sinnar sem var skammt frá , þar var hún örugg.

Hún komst í burtu! það sem skólinn hennar hafði sí endurtekið við hana bjargaði mögulega lífinu hennar!

Þessa nótt gat hún ekki sofnað, hún lág vakandi og sá fyrir sér þann hrylling sem þessir menn ætluðu sér að gera við hana, ætluðu 5 menn að nauðga henni og síðan drepa? eða yrði henni sleppt þegar þeir hefðu lokið sig af.

Þrátt fyrir ungan aldur þá vissi hún hvað menn gera við börn sem þeir ná að stela, þetta gerðist alltof oft í þessu landi og þurfti stelpur og konur að passa sig á að labba ekki ein þegar dimmt var úti, þetta var plága á annars fallega land sem Svíþjóð var.

Þessi stelpa sem ég skrifa um er ég sjálf

Þessi stelpa sem er orðin fullorðin upplifði sömu ótta tilfinningu inn á ónefndum skemmtistað síðustu helgi, þrátt fyrir að karlkyns vinir mínir voru með mér að þá var hópur af mönnum frá öðrum uppruna það stór að við hefðum aldrei getað átt við þá.

Vanvirðingin gagnvart kvennfólki var algjör, og framkoma þeirra var á þá leið að kvennfólk væri þeirra eign.

Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem ég upplifi þessa sömu hræðslu og ég fann sem 12 ára stelpa, hér á Íslandi sem fullorðin, hvað ætluðu þeir sér með mig? afhverju erum við kvennfólk eins og skítur undir skónum hjá þeim?

Ég forðaði mér frá aðstæðum með næsta leigubíl sem kom.

Þetta fékk mig til að hugsa um hvað hefur eiginlega komið fyrir okkar litla Ísland sem á að vera öruggasta land í heimi, hér fékk ég að vera ein úti á kvöldin, en það mátti ég alls ekki í Svíþjóð.

Það hræðir mig ef hér fái að vera menn sem sem eru aldnir upp eins og konur séu þeirra eign, alveg sama frá hvaða landi fólk er, ef engin virðing er borin fyrir kvennfólki, hvar endar þetta fyrir okkur?

You may also like...

1 Response

  1. April 5, 2019

    […] Kristjana Rúna segir frá þessari átakanlegu reynslu í pistli á Amare.is. […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *