Ferðadagbókin

Fyrir stuttu skellti ég mér til Worthing sem er lítið úthverfi rétt hjá Brighton. Ég  og vinkona mín höfðum verið að tala um að fara einhvert með krakkana okkar yfir helgi og voru nokkrir staðir punktaðir niður sem okkur langaði að fara til og þar sem við gætum fengið gistingu.  Eftir að hafa skoðað kosti og galla við nokkra staði var ákveðið að skella sér til London og fá að gista hjá vinahjónum sem búa einmitt í Worthing. Fyrst var ákveðið að við myndum ekkert versla enda vantaði okkur ekki neitt, jú nema skó á barnið mitt sem stækkar hraðar en allt þessa dagana. Það var ekki fyrr en við áttuðum okkur á því að við yrðum úti á hinum fræga Svarta Föstudegi að ferðataska laumaðist með í för ásamt handfarangri.  Við fengum hlægilega ódýrt flug með Easy Jet en miðinn kostaði ekki nema 10.000 á mann  + 8000 fyrir eina tösku sem við skiptum á milli okkar.

Við flugum út á Miðvikudagskvöldi og flugið gekk bara vel og náði ég að prjóna helling á leiðinni og lesa. Við lenntum á Gatwic og skunduðum út þar sem tekið var á móti okkur af Gumma, gestgjafa okkar. Við horfðum öll stórum augum á hann þegar hann settist inn í bíl farþega meginn en svo föttuðum við að Bretar keyra vitlausu megin á götunni.

Við byrjuðum á að skutla ferðafélögunum til annarra hjóna en þær gistu hjá Ítölskum hjónum sem henntaði þeim vel enda er vinkona mín gift manni frá Ítalíu og þær tala báðar málið hjónunum til mikillar gleði.

Ég heilsaði upp á gestgjafana mína og gaf þeim húfu og vetlinga sem þakklætisvott um að  taka svona vel á móti okkur og auðvitað helling af Nóa Kroppi en það var það eina sem ég gat fengið þau til að segja mér að væri á óskalistanum frá Íslandi.

Við Jóhannes fengum fínasta herbergi á annarri hæð og sváfum vært um nóttina.  Ég fór virkilega seint á fætur á fimmtudeginum enda allt í lagi þar sem við vorum í FRÍI. Það var ekki fyrr en vinkona mín og dóttir hennar voru komin yfir að ég drösslaðist niður. Inní stofunni er lítið tónlistarhorn, trommusett og mígrafónar og annað sniðugt dót og eftir að hafa borðað var kveikt á græjunum og sungið og sungið og sungið. Vá hvað það er gaman að syngja í alvöru græjur en hún Helena gestgjafafrúin hefur unnið sem söngkona í mörg ár.

Loks var ákveðið að kíkja um í Worthing og skoða upp á hvað búðirnar buðu uppá. Við byrjuðum á að kíkja í Boots og eitt og annað datt ofan í körfuna mína en miðað við aðrar Boots ferðir sem ég hef farið í var þetta bara eins og ég hafi varla farið inn í búðina. Bara 1 poki og ekkert gríðarlegur hehehe.

Meðan við vorum á kassanum löbbuðu 4 vitleysingar með fullt fang af stolnum vörum og horfðu glottandi á starfsfólkið og því miður komust þau undan. Fyrir okkur Íslendingana var þetta eins og atriði úr glæpasögu tatataaaaaaaaa!!!

Við gátum nú ekki stoppað þarna of lengi enda biðu margar búðir  eftir að við myndum þræða og skoða. Þurftum að  ath. hvort ekki væri hægt að finna 1 eða 2 hluti sem eru algjörlega lífsnauðsynlegir.

Við kíktum í verslunarkeðja sem heitir Matalan en hún er um allt Bretland og ég hef yfirleitt eytt nokkrum pundum þar. Ekki að það sé eitthvað skrítið að maður missi sig aðeins þegar maður kemst út fyrir landsteinanna því að það sem maður getur fengið fyrir svipaðann pening og þegar maður kaupir bland í poka um helgar hér heima. Í alvöru, maður gleymir sér í útsöluparadís.

Í þetta skiptið fann ég úlpu á mig, spariskó á soninn ásamt vetrarskóm sem eru fóðraðir (báðir úr ekta leðri) 3 stuttermaboli fyrir unglinginn, Avengers Infinity war bol og stuttbuxur á prinsinn og kjól á mig. Allt þetta kostaði undir 30.000 kr. ísl. Ég hefði örugglega ekki getað keipt nema vetrarskóna og kanski 1 bol á hann heima fyrir þetta verð.

Við fórum heim með allt góssið og losuðum okkur við allar umbúðir enda taka þær endalaust pláss. Það var ákveðið að pannta bara Kínamat og þar sem ég er með hnetuofnæmi (ekkert alvarlegt samt) þá var eldhúsið á veitingastaðnum tekinn  í nefið, allt þrifið og ekkert eldað nema maturinn minn. Þegar hann var tilbúinn og vel pakkaður fór eldhúsið aftur í sitt fyrra horf. Þetta kalla ég súperþjónustu.

Ég náði ekki að sofa nógu vel þessa nóttina enda að kafna úr hita (breytingaskeiðið sko) en ég var komin niður og búin að fá mér að borða rétt um 5 leytið um morguninn. Eftir að hjónin voru farin í vinnuna dúllaðist ég aðeins, gekk frá eftir gærdæginn og svo var bara komið að því að krúttlast út á þar þar þar næsta horn því ég var búin að pannta mér tíma í slökunnarnudd.

Þetta er bara eitthvað sem maður á að gera og hef ég reynt að setja þetta inn í ferðaplönin mín að fara í eitthvað dekur. Eftir dásamlegt nudd þar sem ég í alvörunni rotaðist og slefaði af naut þurfti ég að röllta aftur heim og gera mig til því núna var haldið inn í Brighton að shoppa. Eins og svo oft þegar ég fer til útlanda tók ég flugfreyjutöskuna með mér í leiðangurinn því að þvílíkur munur að geta pakkað öllu beint ofan í tösku og þurfa svo ekki að halda á neinu. Við fundum Primark og Next og M&S og fullt af öðrum skemmtilegum búðum. Að vísu verslaði ég næstum bara á soninn og lítið á mig en ég ætla ekki að ljúga og segja að ég hafi ekki fundið neitt handa mér…..

Við vorum sótt um 6 leytið og voru þá allir orðnir uppgefnir og gátu varla beðið eftir að komast heim. Við borðuðum Lasagnea og horfðum á office og svo var rotast.

Það var kominn laugardagur og við fórum snemma af stað og keyrðum á lestarstöðina. Ferðinni var haldið til London og áttum við bókaðann túr á British Museum um 11 leytið. Við komumst á leiðarenda eftir að ferðast með lest og svo nokkrum neðanjarðarlestum og O boy röðin. Það var alla vegana hálftíma röð fyrir utan safnið og heyrði ég að önnur 40 mín bið væri eftir að komið væri inn fyrir hliðið. En það kemur sér stundum vel að eiga barn með greiningar því að í vasa mínum leyndist bréf um það að vegna veikinda þyrfti sonur minn Priority check inn ásamt þeim sem með honum ferðast. Það var ekkert leiðinlegt að labba framfyrir alla og beint inn og sem betur fer því annars hefðum við misst af túrnum.

Þetta var Biblíutúr sem heitir Crying stones og fjallar um Asseringa og hernað þeirra. Þvílík grimmd sem þessi þjóð var og ógeðsleg og ekkert skrítið að fólk var ekki bara hrætt við þessi skrímsli, það varð hálf lamað við tilhugsunina. Ég horfði einmitt á mynd í sumar um Hiskía konung en Asseringaher ætlaði sér að hernema borgina sem gerðist ekki þar sem Hiskía treysti Guði og á 1 nóttu fór engill dauðans um herbúðir Asseringa og deiddi 183,000

Mig langar til að horfa aftur á þessa mynd því að eftir þennan túr er auðveldara að setja sig í spor fólksins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú jæja við vorum orðin töluvert svöng eftir þetta allt og skutluðumst inná 5 guys og ég náði ekki einu sinni að borða heilan borgara þvílík stærð. Jóhannes var hæstánægður þar sem hann fékk því að borða afganginn.

Madame Tussaods var næst heimsótt og aftur fórum við fram fyrir alla í röðinni og byrjuðum að líta vaxmyndirnar augum. Vá hvað þetta er raunverulegt og töff og kom mér eiginlega á óvart hvað mikið af þessum stjörnum eru litlar…..

 

Þarna var ég loks sameinuð ástinni minni og langtíma kærastanum mínum Ed Sheeran og roðnaði hann bara við að sjá mig og spilaði og söng ástarlög fyrir mig (ég þurfti að vísu að ýta á takka til að fá nýtt lag en ég veit að hann syngur beint frá hjartanu til mín). Ég mátti ekki taka hann með mér því miður en við eigum eftir að hittast aftur Eddi my love We will meet again.

Ekki getur maður farið til London án þess að skella sér í 2 hæða, rauðann strætó og var hann tekinn niður að Thames og við eyddum 40 mín í London Eye og horfðum yfir London og nutum.

Því miður var Big Ben enn í viðgerð en eins og með Edda þá á ég stefnumót við hann líka síðar.

Það voru örþreittir ferðalangar sem henntust inn í lestina til baka heim en ég var sú eina sem rotaðist og vaknaði ekki fyrr en mér var tilkinnt að við færum út á næsta stoppi.

Við komum okkur vel fyrir, fórum í náttföt og borðuðum afganga frá kvöldinu á undan og horfðum á The Passangers sem er virkilega góð og skemmtileg mynd (Enda leikur Chris Pratt í henni en við mæðginin gerðum díl um að ef ég og Ed hættum saman þá verð ég kærastan hans Chris)

 

Næst var skokkað upp í herbergi og byrjað að pakka fyrir ferðina heim til Íslands og núna þarf að passa sig þar sem ég á bara helminginn af 23 kg á móti ferðafélögunum en þetta var lítið mál, allt komst fyrir í töskunni og handfarangri.

Við flugum heim frá Luton og voru það mikil mistök. Það tekur ekki nema á milli 2-3 klt að komast þangað frá Worthing þannig að maður veit það næst. Leigubílstjórinn var alveg yndislegur og kom okkur á leiðarenda og þá byrjaði fjörið…..

Fyrst fórum við til að tékka inn töskuna og gaurinn í afgreiðslunni var þver og hundleiðinlegur og sagði að ég væri með 8 kg í yfirvikt því að taskan mætti bara vera 15 kg. Eftir mikið rifrildi endaði með að ég borgaði fyrir aðra tösku en það var ódýrara en að borga yfirvikt og með því hennti ég 1 af handfarangrinum líka í tékk inn.

Við komumst inn og þá kemur í ljós að vinkona mín gleymdi að setja 1 poka með sápum og sjampói í tékk inn töskuna en fékk að hlaupa fram og tékka handfarangurinn líka inn þannig að þetta reddaðist. En raunir okkar voru ekki á enda þarna.

Þegar við kíktum á skjáinn í sambandi við flugið kom alltaf upp að upplýsingar myndu berast klukkan 17.40 þannig að við rölltum um flugvöllinn og settumst svo niður og fengum okkur smá að borða. Ég átti eitthvað eftir að klinki og ákvað að kíkja í litla túristabúð og eyða honum. Ég leit á skjáinn í eitt augnablik og fraus. Á skjánum stóð Gate closed. Ég snéri mér að vinkonu minni náföl og sagði henni hvað væri. Það er eins og hún hafi fengið 1 stk orkuskot því að með það sama stóð hún upp tók allt dótið og hljóp af stað. Hún fann afgreiðsluborð og spurði um hvaða hlið flug til Íslands með Easy Jet væri og fékk upp að það væri hlið 2. Allir hlupu í brjálaðiskasti og tókum við eftir að við vorum ekki þau einu. Að sjálfsögðu fékk ég Astma kast og þá fattaðisti að lyfin mín sem ég er alltaf með á mér voru í heilhveitis töskunni sem var tékkuð inn þegar ég var að rífast um að ég hefði borgað fyrir 23 kg tösku. Sem betur fer náði ég að jafna mig á endanum með því að reyna að anda djúpt og drekka vatn. Við náðum að hliðinu og þá kemur í ljós að þetta var bara fals alarm, vélin var ennþá ekki lent. Ég varð brjáluð og ekki sú eina. Þarna var fólk eldrautt og rennblautt af svita eftir að hafa hlaupið eins og fætur toguðu haldandi að þau hefðu misst af fluginu. Fólk í alls konar ástandi, á öllum aldri og ég held að fæstum hafi verið skemmt.

Við fengum loks að komast í velina og heim var haldið. Það er ekki hægt að segja að ég hafi verið þreitt þegar ég lagði fyrir utan heima hjá mér. Ég var alveg búin á því enda búin að vera á ferðalagi frá því um 11 um morguninn og var að leggja heima um 23.00. Mánudagurinn fór í það að sofa út í eitt en í kaupbæti fékk ég kvef og hálsbólgu.

En þetta var æðislegt ferðalag og hlakka ég til að heimsækja dásamlega vini mína í  Worthing aftur og svo á ég líka  eftir að skoða svo margt í London þannig að ég verð að fara aftur

 

 

 

 

 

 

 

En þangað til síðar

kveðja úr Árbænum

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *