Food & Fun á Eiriksson Brasserie

Food and fun vikan í Reykjavík hófst 4 Mars og lýkur í dag 8 mars.
Hér er um að ræða kokka sem koma að utan og býr til sinn matseðill fyrir vikuna oftast nær 3 rétta.

Þetta árið prófaði ég Eiriksson Brasserie, til þeirra kom Ítalskur kokkur að nafni Daniele frá veitingastaðnum Oltre í Bologna, með honum kom vínþjóninn Giam Marco, maturinn, staðurinn og þjónustan til fyrirmyndar!

Davíð Blessing skrifaði ítarlegra um upplifunina á matartips og fékk ég leyfi að deila því með ykkur.

Jæja kæru meðlimir, langaði að deila með ykkur upplifun minni frá stað að nafni Eiriksson Brasserie á Laugavegi 77 .

Við komum inn og við okkur tók indæl og brosmild dama sem kom okkur strax á borðið okkar og mátti þar Food&Fun upplifunin á þessum stórglæsilega stað hefjast.

Hönnuninn á staðnum var glæsileg og nutum við okkar í fallegu umhverfi með stórglæsilegri nútímahönnunn sem passaði vel við þægilegu en upplifgandi tónlistina sem spilaðist í bakgrunninum á meðan við sátum í mögulega þægilegustu sætum sem minn stóri rass hefur allavega setið í á fine dining veitingarstað 😅

Fyrsti réttur kom fljótlega og var það rétturinn

Pizza – Ricotta parmaskinka, pistasíupestó og hvítlauksflögur

Brauðið var létt og stökkt, ricotta kremið ofan á gaf þessu mjúka fyllingu og pistasíupestóið toppað með þunnsneiddri parmaskínku gaf þessu léttsaltaða, frískandi og gómsæta upplifun af framúrskarandi forrétti.

Næst á eftir tók við annar fórrétturinn sem hét

Pastadregill – steiktur þorskhnakki, soð úr kúfskel og ansjósum, sítrónumelissa

Þorskurinn var fullkomlega eldaður sem staðfesti sig í safaríkt hans og var hinn litriki pastadregill í þremur mismunandi litum sem huldi hann á diskinum ekki bara falleg sjón fyrir augað heldur skemmtileg samsetning með fiskinum og rótargrænmetið sem lagðist með honum.

Svo var komið að aðalréttinum og var það

Trufflukálfur – aspas, parmesan, parmaskinka, eldfjallakartafla og trufflusósa

Kálfurinn var eins og allt annað fullkomlega eldað upp á sekúnduna og var munngómsupplifun af mjúka, safaríka kálfakjötinu með stökku parmaskinkunni sem vafðist utan um kjötið, toppað með ferskri trufflu og trufflukremi algjör gælavið góminn og þarf ég að hugsa ansi langt til baka til að muna eftir rétti þar sem ekki einungis brögðin heldur líka áferðin af öllum “elementum” pössuðu jafnt fullkomnlega vel saman og þau gerðu á þessum stórkostlega rétti. Stökkt steikti Aspasinn ásamt mjúku kartöflutrufflunni voru snilldar meðlæti, sérstaklega þar sem þau voru hlédrægari og einfaldari í bragði sínu sem gerðu kjötinu og trufflunni kleift að skína og vera stjarnan á diskinum.

Síðast en ekki síðst var desertinn borinn fram

Bláberja panna cotta – marens, Lambrusco og jarðaberja ískrap

Falleg dökk fjólublátt panna cotta krem með hvítum marengs toppað með jarðaberja sorbet ásamt fallegum ætanlegum blómum gerði það að verkum að þessi diskur var nánast of fallegur til að borða hann…en hann var borðaður engu að síður og var hann akkurat það sem við leituðumst eftir alla þessa rétti.
Bragðmikill, Sætur & Léttur, Frískandi og í raun sá endir á þessari ítalskt íslenskri food&fun upplifun sem varð að lokum án efa ein af mínum stórkostlegustu veitingarstaðareynslum sem ég hef kynnst á mínum þón nokkrum árum af góðum mat og flottum veitingarstöðum.

Eiriksson Brasserie
Takk kærlega fyrir mig og ykkar framúrskarandi þjónustu, matargerð og upplifun af ykkar fallega veitingarstað

Kæru vinir á Matartips,
Þessi staður er kominn til að vera ! ❤️😍

PS:(Ég hef engin persónuleg tengsl við eigendur né starfsmenn staðarins)

Mæli með að kynna sér Food&fun á næsta ári og velja góðan stað fyrir skemmtilega upplifun.

þangað til næst!

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *