Frábærar buxur!

Hér kemur “leyndarmálið” mitt í buxnakaupum, hef talað um það á snappinu hjá amare.is að ég hef snúið mínum kaupum alfarið þangað með mjög góðum árangri, mun meiri ánægju og veskið finnur minna fyrir þessum kaupum þar en hér heima.

Ég fann ekki nákvæmlega það sem ég var að leita að í búðum og sit uppi með buxur sem ég svo vildi ekki nota og sló til að prófa þessa siðu í minni endalausri leit, nú hef ég loksins fundið það rétta!

Ég vil ekkert annað en þykkar mid-rise leggingsbuxur í allskonar útfærslum, sem eru nógu þykkar til að geta notað daglega og þarf ekki að vera í síðum bolum yfir , Mid-rise  er miðlungs háar í mitti og með mjög góðri teygju, það passar mínu vaxtarlagi best

Á þessari síðu er líka hnappur fyrir Plus Size & Curve

Ég tek stærðina sem ég kaupi vanalega hér heima, ef það stendur að það er góð teygja þá passar það ef ekki þá þarf ég númeri stærra, viðmið fyrir ykkur sem vilja prófa að panta.

Flottar buxur eru fljótar að seljast upp og nýtt kemur inn reglulega, hægt er að fá tilkynningu þegar varan kemur aftur.

Það er yfirleitt afsláttur í gangi, ef ekki þá er um að gera að skrá sig og fá sent afsláttarkóða reglulega, því meira sem þú verslar því meiri kóða færðu senda.

Ætla að sýna ykkur nokkrar myndir 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er slóðin á síðuna fyrir áhugasamar, Fashion Nova

 

Þangað til næst <3

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *