Framtíðar markmið

Það hefur verið mjög mikið í gangi hjá mér í janúar svo ég hef ekki náð að byrja á þeim markmiðum sem ég setti mér en hey betra seint en aldrei.

Ég á frekar erfitt með að kalla þetta áramótaheit þar sem ég ákvað að velja mér markmið sem ég ákvað að hafa lífinu.

Sama hvenær ég byrja og hversu vel mér gengur er alltaf gott að hafa jákvæðahluti fyrir stafni og get ég þá alltaf bætti við eða breytt og bætt.

Hér eru markmiðin mín fyrir komandi tímum:

  • Jákvæða hugsun

Ég hef mikið rætt hvað mér finnstjákvætt hugarfarskipta miklu máli og reyni ég alltaf að hafa jákvæðnina fyrir stafni og forðast neikvæðni, en það er alltaf hægt að gera betur.

  • Þakklæti

Það er svo mikilvægt að vera þakklát fyrir allt það góða sem við eigum í þessu lífi. Mér finnst allt of algengt að fólk einbeini á hvað það hefur ekki í staðin fyrir allt sem það hefur.

  • Heilbrigður lífsstíl

Ég á það mikið til að gleyma að borða á daginn og er það stórt markmið hjá mér að fara að borða oftar en 1-3 á dag, hreyfa mig meira og borða góðan og hollan mat. 

  • Hugsa betur um náttúruna

Ég er alltaf að reyna að finna leiðir sem ég get gert/bætt í mínu daglega lífi til að hugsa betur um náttúruna, ég reyni alltaf að velja mér vörur með græna svaninum og endur vinna t.d. flöskur og dósir en hingað til hef ég ekki verið að flokka og er markmiðið að bæta það sem fyrst.

  • Skipulag

Ég reyni alltaf að vera skipulögð en þetta árið ætla ég að reyn að vera duglegri að skipuleggja eins og kvöldmat og þar að leiðandi forðast matarsóun. 

Einnig ætla ég að hafa dag bók yfir árið ásamt því að vera með mánaðar plan á skipulags seglinum mínum.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *