Frestunarárátta

Flest okkar glíma við einhverskonar frestunar áráttu. Ég er ekki ein af þeim. Ég vill frekar meina að ég taki mér góóóóðan tíma í að undirbúa hlutina. Til dæmis settist ég niður og skrifaði niður punkta fyrir þetta blogg í september 2019. Sem sagt vel undirbúin.

Ég kom niður á fyrirlestur hjá gaur sem heitir Jay Shetty. Einhver ykkar þekkkir hann en hann er frægastur fyrir að hafa verið munkur í Tíbet í einhvern tíma. Hans ráð eru þessi

 1. Hættu að fresta
 2. Farðu að gera
 3. Hafðu áhrif

Einfalt að segja en aðeins erfiðara að fylgja eftir

Góða samt við þetta er að það fylgdu spurningar sem maður þarf að fara reglulega í gegnum

Meðfylgjandi spurningar sem þarf að svara

 • Farðu í sjálfsskoðun og endurspeglaðu spurningaranar
 • Svaraðu þeim fyrst sjálf/ur og síðar jafnvel með vini en vertu einlæg/ur
 • Hversu mörg okkar eyðum allt of miklum tíma í að ofhugsa hlutina, ofgreina þá og fresta?
  • Setur fyrir okkur tálma og stoppar okkur að ná markmiðum okkar og hafa áhrif á fólk, jafnvel allstaðar í heiminum í hvaða formi sem er. 
  • Með því að ofhugsa og fresta erum við að eyða tíma okkar og orku og það stoppar flæði af hugmyndum og það stoppar okkur að láta drauma okkar rætast
 • Frestun kemur þegar við þurfum að taka ákvarðanir
  •  Því oftar sem við tökum ákvarðanir sem skipta máli erum við að þjálfa þennan eiginleika eins og vöðva sem verður sterkari og vinnur betur með þér. ef við æfum hann ekki reglulega verður hann stirður og stífur, hættir að vinna með þér og gæti orðið þér eins og tálmi í veginum.
  • Þegar við stöndu frammi fyrir því að taka stórar, mikilvægar og lífsbreytilegar ákvarðanir, er vöðvinn ofnotaður, þreittur og getur ekki staðið undir svo stórum hlutum
   • Getur ekki horft á Galli/Kosti listann
    • Steve Jobs klæddist ávallt sömu fötunum þegar hann var að kynna nýjungar, þá fór öll orka hans í það sem skipti máli en ekki í litlu hlutina.
 • Frestun kemur þegar við hugsum of mikið um fæði og klæði en ekki um hluti sem skipta okkur virkilega miklu máli eins og
  • HVAÐ GERIR MIG HAMINGJUSAMA/NN

Þá er komið að verkefninu/spurningum

 1. Rifjaðu upp 3 skipti sem þú varst hamingjusöm/samur
  1. spurðu þig hvað varstu að gera?
  2. Varstu með öðrum og hvernig fólk var þetta?
  3. Hvað gerði þig hamingjusama/nn
 2. Hverju leitarðu eftir í nánum vinum, vinnufélögum, fjölskyldu, maka?
  1. Spurðu þig af hverju þessir eiginleikar?
  2. Er þessa eiginleika að finna hjá þér?
  3. Hvernig líður þér þegar aðrir standa ekki undir þessum væntingum
 3. Skrifaðu þinn fullkomna vitnisburð/minningagrein
  1. Hverjir myndir þú vilja að skrifuðu greinina?
  2. Hvað yrðu aðalatriðin um þig?
  3. Hvernig viltu að fólk muni eftir þér?

Byrjaðu að gera

 • Það er erfitt að byrja á einhverju en allir sem hafa náð árangri byrjuðu einhvers staðar
 • Þú þarft ekki að vera frábær til að byrja en þú verður að byrja til að geta orðið frábær
 • Mikilvægt að byrja á lágmarks hagkvæmnis vöru (þetta var alger bein þýðing) (MVP) eða prófunum og tilraunum
  1. Byrjar að hlaupa 100 metrana en ferð ekki beint í maraþonið
  2. Gerið þrep fyrir hvert markmið
   • Þarna spyrðu þig hvað þarf að gera til að komast í næsta þrep og hver er einfaldasta leiðin
    • Dæmi: 
     • Að gera kennslumyndband til að setja á netið
      • Hver á að skrifa handritið?
      • Hver eru aðal atriðin
      • Hvernig viltu láta muna eftir þér
 • Síðara þrepið er eitthvað sem þú getur framkvæmt strax
  1. Brjóttu niður markmiðin í lítil verkefni með mikinn forgang en lítil skref
   • Hafðu áhrif
    • Við frestum af því að við vitum ekki hvað við erum að gera
    • Spurðu þig ,,Af hverju?” 
     • Svarið gæti verið að hugsa um fjölskylduna, vinna fyrir sér, deila ótrúlegum skilaboðum eða til að breyta lífi fólks
     • Þú munt gera meira og fá meiri hreyfingu frá ,, Af hverju?” en einhverju öðru
 • Svona finnurðu ,,Af hverju?”
  1. Hvað fær mig til að lifna við
  2. Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndi ég gera?
  3. Hvernig skilgreini ég árangur?

Hvernig byrja ég?

 • Byrjaðu bara en byrjaðu smátt
 • Byrjaðu með eitthvað sem kostar lítinn pening, tíma og orku og auktu svo við.

Fólk mun gleyma hvað þú sagðir. EN fólk mun aldrei gleyma hvernig þú lést þeim líða

Maya Angelo

 • Spyrðu þig:
  • Hvernig viltu láta fólki líða?

Þú hættir að fresta hlutunum þegar þú skilur að þú getur skipt máli og að þú getur breytt hlutum og haft áhrif á líf annarra.

Og þarna er þetta komið 

Ég veit alla vega að frestunarátátta verður ekki mitt vandamál efir þennan pistil, ég meina 1 blogg á 6 mánaðá fresti er alvöru metnaður 

En alla vega 

knús frá konunni í Askersund

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *