Fyrir og eftir myndir úr forstofunni

Er einhver sem þekkir það að hanga í hugsunum sem hljómar svo: Ég er í leiguíbúð og gæti þurft að flytja hvenær sem er. Út af þessum hugsunum hafði ég ekki gert heimilið nákvæmlega eins og ég vildi hafa það, sem sagt ekki farið all inn, ég ákvað einn daginn að láta það ekki standa í vegi fyrir að gera heimilið að mínu, á meðan ég bý hér.

Fyrst þá fóru hlutirnir að gerast, ég byrjaði á barnaherberginu sjá HÉR.

Nú er búið að færa strákana í stærra herbergi og er það í vinnslu.

Svo fór ég í mitt herbergi og skreytti það örlítið, sjá HÉR

 

Nú fékk forstofan smá yfirhalningu.

Fyrir

 

Skóhillan var alltaf yfir full og yfirleitt voru skórnir ekki settir í hilluna, vegglímmiðarnir voru búnir að vera þarna frá því að við fluttum inn og ég búin að fá leið á þeim.

 

Eftir

 

Nú setja allir skóna sína í skápana, hornin á veggnum er fyrir yfirhafnir sem rata ekki í skápinn.

Myndirnar minna mig á utanlandsferðir sem ég hef farið í, ég vildi hafa eitthvað sem hefur meiningu fyrir mig.

Það eina sem ég vil bæta við núna til að verða 100% sátt eru snagar í hæð fyrir börnin og mottu fyrir framan skó skápana.

Hér sýni ég ykkur þegar forstofan er í notkun, veski mitt fer á snaga ásamt lyklum og yfirhafnir líka.

 

Skáparnir, hornin, myndarammar og blómin eru úr IKEA.

Stólinn er frá Rúmfatalagernum.

Stjörnurnar fann ég í Blómaval.

 

Þangað til næst <3

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *