Fyrrum starfsmaður Vogs opnar sig

Ég er fyrrum starfsmaður Vogs, starfaði þar í tvö ár sem móttökuritari, aðstoðaði fíkla og alkahólista , gaf þeim ráð og Von fyrir að plássið þeirra kæmi innan skamms ásamt að vinna biðlistan og gefa pláss.

Ég tók við starfi móður minnar þegar hún var að berjast við krabbamein, þar starfaði hún sjálf í 10 ár.

Mér þótti mjög vænt um þennan vinnustað, að hjálpa öðrum gaf mér mikið og að sjá fólk sem sem var við dauðans dyr ná sér á braut með hjálp sérfræðinga SÁÁ, var ólýsanleg gleði og Vonarglampi í augum sjúklinga eftir harða vinnu allra, sagði mér að Vogur, SÁÁ virkar og þakklát er ég fyrir að þetta sé okkur í boði og þarna vinnur fólk göfulegt starf sem allir eiga það sameiginlegt að alkahólistin fái sem bestu hjálpina.

Starf Þórarinn Tyrfings má hylla og hvað hann hefur gert og byggt upp allt til þess eins að hjálpa öðrum, það má ekki gleymast í þessari umræðu, enda held ég að enginn sé að taka það af honum, án hans ævistarf væri Sáá ekki eins og það er í dag.

Hvað er þá starfsmenn Vogs að tala um?

Ég vil koma minni reynslu og upplifun af stjórnunaraðferðum yfirmanna á Vogi til ykkar, hvernig eru samskiptin á milli manna sem vinna erfitt og slítandi starf.

Þetta er einungis mín reynsla, ég mun ekki tala fyrir hönd annara………….

Þegar ég tek við starfi móður minnar þá er hún að berjast fyrir lífi sínu í krabbameinsmeðferðum, aðgerð á heila og það sem fylgir þessum hræðilega sjúkdómi að þá var ég vissulega viðkvæm tilfinningalega þar sem ég vissi að ég væri að fara missa móður mína líka, faðir minn lést 2006 úr hvíblæði og skrítin tilveran akkurat þarna.

Á milli þess sem ég vann að þá var ég tíður gestur á Landspítalanum og að hugsa um tvo litla drengi, mér var gefin skilningur á því að þurfa mögulega að hlaupa frá ef ástandið hennar versnaði.

Hinsvegar var margt sem betur mátti fara

Ég tók fljótlega eftir því að meðvirkni og reiðistjórnun var ríkjandi í samskiptum starfsmanna og yfirmanna, samskipti sem myndu ekki teljast eðlileg og ekki heilbrigt umhverfi fyrir neinn að vinna í.

Ég vann vinnuna mína vel, fljót að læra og þótti fljótt mjög vænt um Vog og gerði mitt allra besta til að leggja mitt af mörkum.

Dagurinn sem ég læsti mig inná klósett grátandi vegna samskipti við minn yfirmann hverfur seint úr minningunni.

Ég upplifði óréttlæti frá yfirlækni Sáá, hann gerði lítið úr minni hæfni sem móttökuritari, þrátt fyrir að vinnan sem hann var að gagngrýna var ekki mín, ég reyndi mitt besta til að útskýra það, en uppskar öskur og niðurlægingu á mig personulega sem versnaði ef ég reyndi að verja mig.

Ég enda á starfsmannaklósettinu grátandi og var þar inni í góðan tíma þar til yfirmaður skrifstofunnar kemur og athugar með mig, ég fór snemma þann daginn, beint uppá spítala til að vera tilstaðar fyrir móður mína.

Það sem mér var svo bennt á af yfirmanni skrifstofunnar væri að best er að segja bara já við því sem hann segir………Alls ekki standa í hárinu á honum þar sem hlutirnir versna bara við það.

Hérna gott fólk var ég beðin um að leyfa hreytingum, öskrum og óréttlæti yfir mig ganga til að halda friðinn.

Í stuttu máli var ég beðin um að vera meðvirk.

Streitan sem varð til í þessu umhverfi er mannskemmandi, yfirmaður skrifstofunnar sem sagði aldrei neitt á móti óréttlætinu sem hún eða hennar starfsmenn urðu fyrir og hljóp á milli herbergja með skjöl á methraða.

Slæma viðmótið sem ég fékk þegar ég eða börnin mín veiktust var mjög kvíðavaldandi með tímanum, ég var að koma beint úr fæðingarorlofi og við foreldrar þekkjum það hvernig veikindin eru svona fyrsta árið eða tvö, veikindadagarnir duga ekki til og launaskerðing á móti.

Ráðleggingar um hvernig ég ætti að hugsa um mín veiku börn og alltaf hræðslu triggerað og pirringur….Beint til læknis var mér sagt…. Börn eru börn… þau verða veik og tíðar læknisheimsóknir eru ekki nauðsýnlegar og algjör óþarfi hugsaði ég, en þið munið meðvirknina, ég gerði það samt til að halda friðin, og þurfti að skaffa læknisvottorð fyrir hvert barn sem varð veikt.

Ég missi vatnið komin 12 vikur á leið

Ég mæti til vinnu einn morgunin og leið voða furðulega, ekkert sem ég mundi eftir að hafa upplifað áður, ég er þarna að detta í 3 mánuði með mitt þriðja barn, sem hafði þá verið fyrsta blóðskylda barn þáverandi kærasta.

2 tímar líða og mikil slappleiki gerir vart við sig og ég fer heim, yfirmaður skrifstofunnar var ekki mætt til vinnu þann daginn og því lét ég samstarfsfólkið mitt vita að heilsan væri orðin slæm og yfirgaf vinnustaðinn.

Innsæi mitt vissi að eitthvað mikið væri að, hitinn hækkaði hratt og smá eymsli í kringum sekkinn sem barnið lá í, ég hringi í mikilli örvæntingu um að fá tíma sem fyrst í skoðun og er orðin smeik.

Símtalið sem ég fékk frá yfirmanni skrifstofunnar vegna minnar fjarveru útaf veikindum mínum braut mig niður, inná milli þess að óttast um líf ófædda barn mitt að þá bættist við ömurleg framkoma frá mínum yfirmanni, skilningurinn var ekki mikill.

Eftir nokkrar ferðir á landspítalann þar sem ég reyndi mitt besta að útskýra fyrir vakthafandi lækni að ég væri ekki veik heldur væri eitthvað að óléttunni, var ég samt send heim með háan hita og mikla bólgumyndun í blóði, um miðnætti þann dag fann ég fyrir belgnum springa og vatnið fór og barnið mitt lést.

Ég man svo vel eftir orðum yfirmanns minns sem komu stuttu eftir missirinn, að eiga tvö börn væri nú bara alveg nóg……… að heyra þetta sem syrgjandi móðir var mikill skellur.

Ég gæti sagt ykkur frá svo mörgum atvikum sem tengist samskiptum við yfirmanna minna en ég vil láta þetta duga, það tekur á að rifja þetta upp.

Málið er ekki að það sé verið að gera lítið úr starfi fyrrverandi yfirlækni Vogs, hann á hrós og mun meira en það skilið fyrir sín störf, göfulegt og óeigingjarnt starf í þágu þeirra sem glíma við lífshættulegan sjúkdóm.

Samskipta vandinn var samt það mikill að ekki nein manneskja á að sætta sig við svona framkomu, virðingaleysi og niðurrif eru ekki góðir stjórnunarhættir og slítur mann út á mjög stuttum tíma.

Yfirmenn mínir á þessum tíma er gott fólk, samskiptavanda er hægt að leysa í sameiningu allra, einhverstaðar viltust þau á leið með framkomu við undirmenn sína og ef viljinn er fyrir hendi er hægt að laga þann vanda.

Það voru góðir tímar inn á milli og þá sá ég að þetta markaði ekki mína skoðun á þau sem manneskjur, það gera allir mistök… Aðal atriðið er að læra af þeim og því fagna ég að þessi umræða sé komin í gang.

í Svona starfi sem hefur mikil áhrif á andlega þreytu að þá er mikilvægt fyrir þá sem þar starfa að standa saman, styðja hvort annað og reyna að bestu getu að halda í jákvæðnina.

Eftir 2 ár sem Móttökuritari á Vogi sagði ég upp mínum störfum og í mínum tíma í að vinna uppsagnarfrestin var ég útskurðuð óvinnuhæf á staðnum, með verki og of há streitueinkenni ásamt alltof miklum kvíða.

Við þurfum á Sáá að halda, haldið áfram að styrkja þessu frábæru samtök.

Það hefur þurft í mörg ár að laga samskiptin sem þarna viðgengst, En eftir að Valgerður tók við sem yfirlæknir að þá skánuðu hlutirnir allt verulega, við hana er hægt að tala sem jafningja.

Ég væri líklega enn að sinna þessu starfi ef umhverfið hafði ekki verið svona eitrað.

En skaðin var skeður, ég brann út.

Þangað til næst <3

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *