Get eða Get ekki!!!

Ég hef reynt að vera hreinskilin þegar ég skrifa um andlega heilsu mína. Lengi vel hef ég verið í mikilli lægð og ekki náð að hífa mig upp. Ég á erfitt með að gera flesta hluti og langar helst ekki að fara úr náttfötunum, hvað þá að fara út úr húsi.

Sem betur fer er ég mjög samviskusöm þannig að ég geri þá hluti sem ég verð að gera eins og að koma barninu mínu í skólann, ég fer á samkomur 2 sinnum í viku og 1x í viku fer ég til 1 vinkonu minnar og aðstoða hana aðeins.

En um daginn var eins og ég hefði verið slegin í andlitið með blautri tusku og ég uppgötvaði soldið rosalegt.

Ég var að tala í símann við eina af uppáhalds manneskjunum í lífinu mínu. Síðasta ár var henni virkilega erfitt vegna röð áfalla og endaði það með því að hún var send í veikindaleifi, hún var orðin þunglynd og þurfti að fara að vinna í sinni andlegu heilsu.

Þessi dásamlega manneskja sagði við mig ,,Í fyrsta sinn virkilega skil ég þig” og svo kom ,,Ég sit í sófanum og geri ekkert, er í kósífötum og horfi svo í kringum mig og fæ samviskubit því ég nenni ekki að taka til eða þrífa”

Þetta er eins og talað út úr mínum munni og nákvæmlega það sem ég geri og segi við sjálfa mig. En hvað sagði ég við þessa manneskju sem varð til þess að ég fékk blauta tusku í andlitið og fattaði að þetta ætti bara nákvæmlega við mig líka. ,,Elsku stelpan mín, það er ekki málið að þú nennir ekki að gera hlutina, því þú ert ótrúlega dugleg og alls ekki löt, heldur er það að þú getur það bara ekki núna.” Já stundum getur verið svo erfitt að gera hinu eðlilegustu hluti að okkur fallast hendur, að setja bolla í uppþvottavélina getur virst verið jafn ómögulegt eins og að lyfta upp bílnum okkar með handafli til að skipta um dekk.

Af hverju staldrar maður þá endalaust við það sem maður getur ekki gert. Aldrei myndi ég gera lítið úr sjálfri mér ef ég væri fótbrotin og gæti þar af leiðandi ekki hlaupið maraþon. Ég meina segir sig sjálft bara, en afhverju geri ég þá lítið úr mér þegar ég er andlega brotin.

Þvílík uppgötvun!!!

Ég hef því frekar verið að skoða hvað ég gat yfir daginn í stað þess að horfa á það sem ég gat ekki eða bara gerði ekki.

Suma daga getur það verið bara það að ég fór úr náttfötunum og klæddi mig. Stundum bý ég um rúmið eða set í bæði uppvottavélina og þvottavélina og tek úr þeim og geng frá. Í dag vaknaði ég t.d. mjög snemma og fór út að labba með hundinn sem ég er að passa núna í augnablikinu, ég setti í uppþvottavélina og skellti henni í gang og þegar hún var búin tók ég úr henni og gekk frá því. Ég þreif klósettið og eldhúsið og ryksugaði og skúraði eldhús, baðherbergi og ganginn og ég ætla að hrósa sjálfri mér fyrir að hafa gert það en ég ætla ekki að einblína á það að stofan og svefnherbergið sé ekki splíng hreint því að ég kláraði orkuna í hina hlutina og það er frábært. Ég þarf ekki að gera allt í einu og ég þarf líka að hugsa út í það að ég er ekki 100% heilbrigður einstaklingur. Ég er sjúklingur ekki bara andlega heldur líka líkamlega og margt smátt gerir 1 stórt. Einn daginn veit ég að þegar ég leggst í rúmið þá hef ég lokið við hluti sem setið hafa á hakanum jafnvel í marga mánuði en það kemur að því að ég geri þá einn í einu.

Þeir hlutir sem ég hef þurft að gera en hef ekki gert eru t.d.

 1. Að sparsla og kítta í vegginn inní herberginu mínu þar sem hurðargat var en búið er að loka. Einnig þarf að pússa og mála
 2. Pússa og lakka gluggakarma inní herbergi
 3. Yfirdekkja eldhússtólana
 4. Taka myndir af dóti sem ég er að losa mig við og setja á netið til að selja eða gefa
 5. Laga sófann. Sauma yfir stórt gat sem kom fyrir 3 árum þegar sonurinn kveikti óvart í honum. Keypti efni fyrir 2 árum en hef bara sett teppi yfir sófann.

Og vitiði hvað? Ég er búin að yfirdekkja 3 stóla af 6 og ég loksins saumaði utan um sófann…..

Hættum að gera lítið úr okkur og horfum frekar á það sem við getum. Horfðu yfir hvað þú gerðir yfir daginn og hrósaðu þér fyrir það.

Og snilldar lausn sem yndislega manneskjan mín sem ég talaði um í byrjun gerir er að skrifa í dagbók, ekki daglega heldur bara þegar hún þarf að koma einhverju frá sér og hún endar ávalt færslurnar á að hrósa sjálfri sér fyrir það sem hún getur, skrifar það og les upphátt hvað henni þyki vænt um þessa persónu sem hún er og lofar sér að hugsa eins vel um sjálfan sig og hún getur. Hún lofar sér líka að vaxa og dafna og reyna að taka framförum á hverjum degi.

Þannig að HERE GOES:

Bryndís þú ert búin að gera fullt af hlutum í dag og ég er stollt af þér. Ég elska þig Bryndís mín og finnst þú ótrúlega dugleg að gera alla þá hluti sem þú gerir þrátt fyrir veikindi þín og erfiðleika. Þú ert dugleg að skoða sjálfa þig og taka framförum í þeim hlutum sem betur mættu fara. Haltu því áfram og reyndu ávalt að vera besta útgáfan af sjálfri þér. Mundu að til að vera góð manneskja, góð mamma og góð vinkona þarftu að byrja á að vera góð við sjálfa þig.

Bless neikvæða og hundleiðinlega Bryndís óvinkona mín, ég er búin að fá nóg af þér!

En þar til síðar

Knús frá konunni í Árbænum

You may also like...

2 Responses

 1. March 5, 2019

  […] „Ég á erfitt með að gera flesta hluti og langar helst ekki að fara úr náttfötunum, hvað þá að fara út úr húsi. En um daginn var eins og ég hefði verið slegin í andlitið með blautri tusku. Ég var að tala í símann við eina af uppáhalds manneskjunum í lífinu mínu. Síðasta ár var henni virkilega erfitt vegna röð áfalla og endaði það með því að hún var send í veikindaleyfi. Hún var orðin þunglynd og þurfti að fara að vinna í sinni andlegu heilsu,“ segir Bryndís í einlægri færslu sinni á síðunni Amare. […]

 2. March 5, 2019

  […] „Ég á erfitt með að gera flesta hluti og langar helst ekki að fara úr náttfötunum, hvað þá að fara út úr húsi. En um daginn var eins og ég hefði verið slegin í andlitið með blautri tusku. Ég var að tala í símann við eina af uppáhalds manneskjunum í lífinu mínu. Síðasta ár var henni virkilega erfitt vegna röð áfalla og endaði það með því að hún var send í veikindaleyfi. Hún var orðin þunglynd og þurfti að fara að vinna í sinni andlegu heilsu,“ segir Bryndís í einlægri færslu sinni á síðunni Amare. […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *