Glasgow

Ég skellti mér í vinkonu/tónleikaferð til Glasgow fyrir stuttu. Þetta var mín fyrsta heimsókn þangað og langaði mig að deila aðeins með ykkur smá punktum um ferðina.

Flugtíminn er ekki nema rétt um 2 klukkutímar, svo fyrir fólk eins og mig sem finnst óendanlega leiðinlegt að fljúga er þetta fullkominn áfangastaður fyrir borgarferð.

Við gistum á “Íslendingahótelinu” Jurys Inn. Þetta er víst eitt vinsælasta hótelið fyrir verslunarglaða Íslendinga og þurfti leigubílstjórinn varla að spyrja hvert við værum að fara þegar við fórum frá flugvellinum.
Hótelið er mjög þægilega staðsett, í göngufæri við flestar verslunargöturnar og tónleikahöllina SSE Hyrdo arena. Það er aftur á móti orðið ferkar gamalt og mætti alveg við smá yfirhalningu. Svo ef þú ert að leita af lúxus hóteli er þetta ekki hótelið fyrir þig.

Við nýttum tímann okkar vel og versluðum meira en við ætluðum. En það er mjög hagstætt að versla barnaföt þarna þar sem það er enginn virðisaukaskattur á þeim. Ég náði þó aðeins að skvísa mig upp. Að sjálfsögðu var ég búin að versla svolítið áður en ég kom. Ég verslaði heilan helling af partývörum frá Partydelights.co.uk , bæði fyrir 3ja ára afmæli Írenu og svo fyrir brúðkaupið. Verðmunurinn var svakalegur, en þessi búð er alveg frábær.

Þar sem að við vorum í algjörri mömmu-slökunarferð var eiginlega ekkert planað nema hvar við ætluðum að borða og svo auðvitað tónleikarnir.
Við skoðuðum helling af veitingastöðum áður en við fórum og áttum bókuð borð á 2 stöðum á föstudags og laugardagskvöldinu.

Ég get ekki mælt nógu mikið með fyrsta staðnum sem við fórum á, en hann heitir Revolución de Cuba.  En þetta er keðja sem er staðsett víðsvegar um England. Maturinn var sjúklega góður, stemmingin og þjónustan frábær! Verðið var heldur ekki að skemma fyrir en við borguðum um 60 pund fyrir 6 smárétti til að deila og 4 kokteila. Mæli sterklega með heimsókn þangað ef þið eigið leið um Glasgow.

Næsta kvöld fórum við á Topolabamba.  Hann hafði fengið rosalega góð ummæli en ég varð fyrir smá vonbrigðum, kannski voru væntingarnar of háar eftir föstudagsveisluna. En þetta var ágætis matur, þjónustan var sæmileg, en við þurftum að bíða í hálftíma eftir borðinu sem við áttum pantað og skemmdi það svolítið fyrir að þurfa að reyna að troðast við barinn og bíða.

Tónleikarnir voru á sunnudagkvöldinu, svo við áttum ekki pantað borð það kvöldið. En við duttum inn á pizzastaðinn Paesano pizza yfir daginn. Ekta eldbakaðar ítalskar pizzur, ótrúlega góðar og staðurinn sjálfur mjög kósý.

Við eyddum sunudeginum í smá ferðamannagír, fórum í hop-on-hop-off ferð um borgina og röltum um. Allt mjög kósý. Ég verð nú samt að segja að Glasgow er ekki alveg mest spennandi ferðmannaborgin til að heimsækja, allavega ekki ef maður er ekki í verslunarfíling.

Þrátt fyrir að hafa búið erlendis hafði ég aldrei farið á tónleika annarsstaðar en á Íslandi. Þetta var alveg mögnuð upplifun, allt svo miklu stærra og svakalegra. Við fórum að sjá hljómsveitina Panic! At the disco, en það var mín uppáhaldshljómsveit þegar ég var unglingur, mögulega er hún það ennþá. Örryggisgæslan þarna var mjög góð og gekk hratt fyrir sig. Það voru raðir um allt, en lengsta biðin var hjá þeim sem áttu standandi miða.
Mér fannst frábært að þurfa bara að ferðast í 2 tíma til að sjá svona flott show, tónleikamiðarnir voru líka mun ódýrari en ég hef kynnst hérna heima. En við borguðum um 7000 kr á mann fyrir miða í stúku.

Ég var aðeins inni á instagram í ferðinni og má skoða brot úr henni í highlights inni á mínu instagrammi, fjola87, og svo inni á Amare.is instagramminu líka.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *