Góðir spennuþættir á Netflix

Ég er algjör spennuþátta perri og er ég sérstaklega hrifin af Netflix!
Ég er alltaf að prufa nýja þætti og ég fýla suma og aðra ekki.
Ég er alveg þannig týpa ef að þættirnir verða ekki spennandi strax þá nenni ég ekki mikið að halda áfram með þá.
það eru nú alltaf undantekningar á því sviði en ég er svo gríðarlega óþolinmóð svo það er alls ekki oft!
Ég sé oft fólk spyrjast mikið fyrir á netinu hvaða spennuþáttum maður mælir með svo ég ætla að deila nokkrum þáttum með ykkur
og skrifa lítilega um þá svo ég skemmi nú ekki þættina fyrir ykkur.

 

Njótið!!

 

 

1. The Blacklist

Related image

Þessir þættir eru löggu-krimma þættir og vanalega
býst maður við því að lögguþættir séu allir mjög svipaðir
en ég gaf þessum þáttum séns, ég er á seríu 5 og ég get bara ekki hætt!
Þessir þættir koma mér sífellt á óvart með hverjum einasta þætti
en þeir eru svo gríðarlega frábrugnir öðrum lögguþáttaröðum.
Ég mæli með þessum þáttum fyrir löggu spennufíkla eins og mig.

 

 

 

 

 

2. Teen wolf

Image result for teen wolf

Ég er vanalega ekki mikið hrifin af svona ævintýra, vampíru, úlfaþáttum
ef þið fattið hvað ég er að tala um , finnst allt svona svo “fake” og vill meira
þætti sem eru “raunverulegir”, ég var að skoða mig í gegnum Netflix og ég
prufaði og Teen wolf náði mér alveg , þetta eru svo ótrúlega vel gerðir
þættir og þeir eru svo raunverulegir og halda manni á tánum í gegnum alla
þættina, fær klárlega mín meðmæli!

 

 

 

 

 

3. Weeds
Related image

 

Weeds eru eflaust svolítið drama-spennu þættir
Snýst um unga ekkju sem er að reyna að hafa efni á
fjölskyldulífinu fyrir syni sína , en þessir þættir taka
mann svo miklu lengra en bara það. Virka kannski ekki spennandi fyrst
en þú verður alls ekki svikinn!

 

 

 

 

4. Scorpion

Related image

Scorpion er aðeins öðruvísi spennuþættir þar sem
hópur af fólki með hæðstu greindavísitölu vinnur saman
ásamt lögreglu að leysa fullt af málum , kannski ekki alltaf spennó
og fylgir flest öllum spennuþáttum drama en klárlega þess
virði , ég hafði mjög gaman af þeim.

 

 

 

 

5. Stranger things

Related image

 

Hvar á ég að byrja á þessum! Þeir eru reyndar sjúklega
creepy , ég gat allavegana ekki horft á þá ein , en mæli mikið með þessum
það er mjög erfitt að útskýra þessa þætti en prufið þá og ég skal
lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!

 

 

 

 

6. Good girls

Related image

Good girls er um þrjár konur sem eiga erfitt fjárhagslega og ákveða
að ræna matvörubúð sem ein þeirra vinnur í og eftir að þær gera
það fer lífið ennþá lengra niður á við , smá spennu-gaman þættir
mjög skemmtilegir og ég get ekki beðið eftir næstu seríu!

 

 

 

 

 

 

7. How to get away with murder

 

Related image

 

 

Þessir þættir eru must see fyrir spennufíkla , þeir fjalla um lögfræðing
sem bæði kennir lögfræði í skóla og vinnur líka við það og leyfir
nemendum að hjálpa sér að leysa mál með henni , það er svo
ótrúlega margt sem kemur uppá í þessum þáttum að maður
verður einfaldlega að horfa á meira!!

 

 

 

 

8. Orphan black

 

Image result for orphan black

 

Ég bjóst ekki við því að Orphan black yrðu svona
rosalega spennandi, en ég bara gat ekki stoppað
þegar ég byrjaði, svo ótrúlega frábrugðin öllum öðrum
spennuþáttum sem ég hef séð, fjallar um konu sem hefur
átt mjög erfitt og móðir hennar búin að sjá um dóttir hennar on/off
Þegar hún ætlar að snúa við lífinu fyrir dóttur sína sér hún aðra
konu fyrirfara sér sem lítur nákvæmlega út eins og hún fer allt á annan endann.

 

 

 

 

9.  Marvel  Luke Cage

Image result for marvels luke cage

 

Þessi þættir eru snilld, um Luke sem var settur í fangelsi fyrir eitthvað
sem hann gerði ekki, var næstum drepinn þar en slapp svo úr fangelsi
og reynir að lifa rólegu lífi sem varði ekki lengi, hann verður
frægur fyrir að lúskra á glæpamönnum en gerist svo miklu meira en bara það!
Þetta verða flestir að sjá!

 

 

 

 

 

10. Queen of the south

Related image

 

Queen of the south eru geggjaðir þættir
fjallar um ofbeldi og mikið um fíkniefnaheiminn
Hvað heimurinn getur verið grimmur, fjallar um konu
sem þarf að taka slæmar ákvarðanir bara til að halda lífi
sem reynist henni mjög erfitt inn á milli, um háttsett fólk
sem stjórnar svarta markaðinum!

 

 

 

Ég vona að þið getið nýtt ykkur þessa skemmtilegu spennuþætti ef þið eruð alveg hugmyndalaus!

Þangað til næst 🙂

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *