Kynningarblogg – Guðlaug Sif

Ég heiti Guðlaug Sif (alltaf kölluð Gullý) og ég er ein af bloggurunum á amare.is.
Sjálf er ég 23 ára gömul og á einn 3 ára son sem heitir Óliver Hafsteinn! Hann er ljósið í mínu lífi!

Ég er uppalin á Akranesi og bý þar núna , er samt sem áður búin að reyna mörgu sinnum að flytja héðan en ég kem alltaf aftur heim.
Einflaldlega best að vera heima!

Óliver Hafsteinn fallegi strákurinn minn<3

Ég elska það að vera mamma , er lærður förðunarfræðingur , elska allt sem tengist förðun og snyrtifræði , stefni á það að klára snyrtifræðina en hef líka mikin áhuga á a læra sálfræðina og bifvélavirkjan , svo tíminn leiðir það bara í ljós hvað ég mun læra 🙂
Ég hef mikin áhuga á hreyfingu  en er mjög löt við það að fara ein í ræktina , mér finnst það svo leiðinlegt , þessvegna fer ég í hópatíma , ég æfði polefitness lengi , ég mun klárlega fara aftur að æfa það um leið og eg get það.

Ég og sonur minn leigum kjallarann hjá foreldrum mínum eins og er , er að reyna að safna smá pening og finnst æðislgt að ég fái
tækifæri til þess að skapa góða framtíð fyrir Óliver.

Ég er einstæð móðir og á barnsföður sem tekur ekki þátt svo að líf mitt og Ólivers getur oft verið mjög krefjandi en ég er klárlega
búinn að eignast minn besta vin fyrir lífstíð , ég elska ekkert meira en hann!

Eins og er , er ég í endurhæfingu eftir of mikið stress og álag í vinnu , ég átti gríðalega erfitt áður fannst mjög erfitt að vera einstæð og ein með heimili í 120% vinnu , mikil andleg veikindi, líkaminn bara gafst upp, enda ekkert skrítið þar sem ég var með alvarlega áfallastreituröskun,þunglyndi , heilsukvíða og ofsakvíða.

Ég er mjög opin , tala um allt sem ég hef gengið í gegnum , erfiða og góða hluti!

Ég er á mjög góðum  stað í dag andlega og vinn af því að bæta mig á hverjum einasta degi , ég elska lífið og hlakka mikið til að deila reynslusögum með ykkur sem vonandi geta hjálpað og frætt fólk um að lífið er ekki alltaf glansmyndin sem við setjum upp fyrir aðra.

Þangað til næst<3


You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *