Jóhanna María,  Uppskriftir

Gumsið hennar tengdó

Ég leyfi mér að kalla þessa uppskrift gumsið hennar tengdó vegna þess að hún kenndi mér að malla þetta saman, og nú fáið þið að njóta! þessi uppskrift er svo hættulega góð að ég bý til gumsið í hverri veislu enda mjög fljótlegt, þægilegt og fáránlega gott.

 

Það sem tilþarf er:

1 marengsbotn (brúnn)
1 peli rjómi
8 stk. lítil mars súkkulaði (má nota hvaða súkkulaði sem er)
Slatti af berjum að eigin vali, sjálf notaði ég jarðarber, bláber og brómber.

 

Aðferð:

Marengsinn er brotinn vel niður og settur í skál, 

 

Rjóminn er þeyttur og honum síðan blandað saman við marengsinn.

 

Marsið er skorið niður í smáa bita og blandað varlega saman við rjómann og marengsinn. Síðan er gumsið sett í eldast mót.

 

og að lokum eru berin skorin niður í hæfilega bita og raðað yfir gumsið. VOILA! 

 Ég vona að þið njótið jafn vel og ég ! 

 

 

—Þar til næst

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *