Barnið,  Heimilið,  Jóhanna María

Halloween afmæli!

Eldri dóttir okkar hún Sólveig Birna óskaði eftir því að halda Halloween afmæli svo við foreldrarnir urðu að sjálfsögðu við þeirri bón! Hún fagnaði 6 ára afmælinu sínu þann 15.Október s.l. Sólveig er búin að vera að plana afmælið sitt í marga mánuði svo ég hafði ágætan tíma til þess að skoða á Aliexpress skreytingar sem hentuðu þema afmælisins.

Við skreyttum húsið hátt og lágt með köngulóm,  köngulóavefjum og fleiru!

Hurðin úr forstofunni okkar
Risa könguló!
“horft” inn í eldhús

 

Myndaveggurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu ! Ég hengdi upp blöðrur í boga sem ég pantaði frá Aliexpress og töluna 6 sem fæst í Tiger 🙂

 

Ég og Sólveig
Ingó og Sólveig 
Sólveig Birna 6 ára

 

Sólveig Birna bauð bekkjarsystrum sínum í afmæli og að sjálfsögðu mættu þær allar í búning fjórtán stúlkur í heildina, Það var svaka fjör en samt sem áður mun minni læti en ég hafði reiknað með. Að kurteisi við þær og aðstandendur þeirra verða ekki birtar myndir af þeim en þær voru ótrúlega flottar allar!

 

Hillurnar inni í stofu
Veisluborðið! 
veggskraut ..

 

Veitingarnar já veitingarnar! Voru ekki að verri endanum, allar fengu þær skrímsla svala sem átti svo sannarlega vel við þema afmælisins. Síðan var boðið upp á pizzur, súkkulaðiskúffuköku, papriku og gúrku. En ég því miður gleymdi að taka mynd af öllum veitingunum (Brjóstaþoka ehhe)..

 

Ingó og Selma

 

Ingólfur var duglegur að fara inn í herbergi og hræða stelpurnar upp úr skónum á meðan ég hafði til veitingarnar. Þegar stelpurnar höfðu síðan lokið við að snæða vildi afmælisbarnið horfa á kvikmynd, stúlkurnar entust við sjónvarpið í korter (ef það hefur náð því). Svo við héldum út í garð og fórum í leiki! Stórfiskaleik, köttur og mús og hlaup í skarðið voru á meðal þeirra leikja sem við fórum í, ég get alveg sagt ykkur það að daginn eftir þá var ég með harðsperrur! Ég reikna með því að stúlkurnar hafi allar sofnað vært eftir afmælið því það var mikið fjör og mikið gaman! A.m.k. sofnaði ég á met tíma þetta kvöld.

 

 

Næsta Sunnudag höldum við fjölskylduafmæli, Sólveig Birna ætlar ekki að veita neinum gestum afslátt og eiga allir að mæta í búning (líka ömmur og afar). Ég reikna nú ekki með því að amma mín og afi komi uppáklædd sem Lína Langsokkur og Herra Níels þó það væri vissulega skemmtilegt! En foreldrar okkar Ingólfs ætla nú að mæta í búning !

 

–Þar til næst!

Jóhanna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *