Barnið,  Jóhanna María

Hárgreiðsla dagsins

Núna í nokkrar vikur höfum við mæðgur tekið myndir af ,,hárgreiðslu dagsins”  og sett inn á snapchat, hefur það uppátæki vakið mikla lukku.

Sólveig Birna hefur ekki viljað láta greiða sér almennilega fyrr en á síðasta árinu sínu í leikskóla, enda ekki nema von þar sem að krakkinn fékk nú varla hár fyrr en hún varð fjögurra ára.

Hún gjarnan er með ákveðnar forsendur, það má helst ekki nota “litlu” hárin (hárin sem eru næst hnakkanum) því þau meiða svo. Nema stundum þegar gerð er föst flétta.

Stundum er hún með miklar kröfur t.d. vill hún gjarnan fá snákafléttu og tígó. En oftast vill hún fá snúða, tígó, fastar fléttur, venjulegar fléttur og spennur, en þar sem að hárið er nú ekki mikið og aðeins einn kollur þá náum við nú yfirleitt samkomulagi um að það sé bara hægt að fá mestalagi 2 hluti í hárið.

En hér ætla hér að deila með ykkur nokkrum myndum af ,,hárgreiðslu dagsins” síðustu daga og vikur.

 

 

 

–Þar til næst 🙂
Jóhanna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *