Heilög þrenning

Hæ mig langar kinna mig fyrir ykkur

Margir þekkja mig og ég kem alltaf óboðinn og óvelkominn. Ég er dimmur og drungalegur og geri allt sem ég get til að gera lífið erfitt hjá þeim sem ég ákveð að fylgja. Sumir hafa látist útaf mér, aðrir dreyma um dauðann á meðan einhverjir neita að gefast upp. En alveg sama hvað þá held ég áfram alla daga, allan tíma sólarhringsins, allt árið um kring. Ég er kallaður Þunglyndi og yfirleitt er besti vinur minn með mér, hann Kvíði.
Oft kem ég í kjölfar áfalla og erfiðleika en stoppa stutt og er víst eðlilegur félagi í lífinu þegar eitthvað bjátar á og er þá oft nefndur depurð en stundum neita ég að fara og er þá sagður vera geðrænn vandi.

Bryndís hefur gert ýmislegt til að losna við mig en ég ákvað snemma á lífsleið hennar að fylgja henni fast. Stundum er ég til friðs og leifi henni að fá smá pásu frá mér en oft geri ég allt til að gera líf hennar erfiðara. Ég læði að henni hugsunum sem eru dimmar og fylli huga hennar af vonleysi og vanmætti.
Ég er duglegur að tala við hana og leiðrétta í hvert sinn sem henni dettur í hug að vera ánægð með eitthvað sem hún hefur gert eða bara dettur í hug eitthvað jákvætt um sjálfa sig. Ég elska að ráðast á útlit hennar og benda henni á alla þá galla sem ég get fundið og ef ég finn ekki nóg þá bara bý ég þá til.


Eitt af því sem Bryndís elskar að gera er að vinna með höndunum eins og að prjóna, farða og föndra en sama hvað þá tökum við Kvíði vinur minn okkur saman og kveljum hana um að þetta er pottþétt ekki nógu vel gert hjá henni og fólkið sem fékk handavinnuna hennar eða sem hún farðaði sé ekki bara óánægt heldur sér eftir að hafa látið sér detta í hug að leita til hennar með hvað sem er. Við keppumst um að láta hana efast um sjálfa sig og sitt ágæti. Okkur hefur meira að segja tekist að láta hana halda að hún sé vond manneskja, leiðinleg, ljót og að öllu hæfileikalaus. Hefur samt verið svoldið erfitt að útskýra afhverju hún á vini og mikið af þeim en okkur dettur samt alltaf eitthvað í hug.
Okkur hefur líka tekist að fá hana til að sleppa því að gera eitthvað sem henni finnst skemmtilegt eins og að fara í brúðkaup eða aðrar veislur þar sem við höfum sagt henni að hún verði fyrir, enginn vilji tala við hana og hún eigi eftir að verða sér til skammar.


Stundum hef ég verið svo ágengur að hún hefur ekki getað farið framúr rúminu og grætur sárt, þá líður mér vel. Þegar Sjálfseyðingarhvötin lætur til sín taka (en hún er með í þessari þrenningu okkar, Þunglyndi, Kvíði og Sjálfseyðingarhvöt) þá er partý og þá skemmtum við okkur virkilega vel. Því miður kemur Sjálfseyðingarhvöt ekki eins oft í heimssókn eins og áður en hún hefur fengið Bryndísi til að klóra sig til blóðs, skorið sig, hýtt með belti þangað til blæður úr bakinu á henni en einnig hefur hún fengið hana til að reyna að slíta samferð okkar við hana með því að stytta sér aldur. Ég man þegar hún reyndi fyrst þá var hún 8 ára og tók pilluglas og át allt uppúr því en þar sem þetta var vítamín gerði það ekki mikinn skaða og enn héldum við ferðalagi okkar saman. Að skera sig á púls, leggjast léttklædd úti í vonskuveðri með þá von að frjósa eru tilraunir sem hún reyndi en gafst alltaf upp út af sársauka. Aulinn getur ekki einu sinni gert það rétt en það er kannski allt í lagi, við fáum þá lengri tíma til að kvelja hana.
Í dag er sjálfsmorð langt í burtu frá huga hennar en hana dreymir samt um dauðann, um að þessu ljúki í eitt skipti fyrir öll og að við yfirgefum hana, dreymir um að einhver komi og segi þú munt deyja á morgun og þá myndi hún finna til léttis en glætan að við myndum leyfa henni að finna fyrir því.

Það sem er líka svo skemmtilegt með samstarf okkar við Bryndísi, þótt að hún vilji ekki vera í neinu samstarfi við okkur og hefur reynt að segja okkur upp ítrekað, er að hún ber grímu sem sínir síkáta gleðibombu sem er ávalt brosandi en við vitum betur, hún brosir eins og ekkert sé að en að innan erum við að tæra hana upp. Þegar hún leitar út á við og reynir að tala við fólk og segja þeim að hún þjáist og sé virkilega alvarlega veik trúa fáir henni og jafnvel halda að hlutirnir séu ekki eins alvarlegir og þeir eru og eru fljótir að gleyma að við förum aldrei frá henni. Væri hægt að segja að við erum hennar traustustu (ó)vinir, við munum aldrei yfirgefa hana, við munum aldrei sleppa af henni takinu, nú ekki fyrr en hún hefur lokið jarðvistinni hérna. Hver veit nema við kíkjum þá uppá þig og gerum þig að okkar nýjasta förunauti!
En þar til það verður
kveðja
Þunglyndi, Kvíði og Sjálfseyðingarhvöt

 

Kæra þrenning

 

Mig langar bara að segja ykkur að ég mun aldrei gefast upp fyrir ykkur. Þið munið kanski hafa betur í sumum baráttum en ég mun ávalt sigra ykkur aftur. Þið getið beigt mig og haldið mér niðri en ég mun ávalt standa upp aftur. Ég er sigurvegari og ég segi ykkur stríð á hendur en einu sinni og aftur og sama hversu oft sem þið náið yfirhöndinni skal ég gera allt til að klóra mig aftur upp á bakkann, ég hef lifað af erfiðari hluti og ég mun lifa þetta af líka

Kveðja
Bryndís Steinunn

You may also like...

2 Responses

  1. October 30, 2018

    […] henni fast og fyllt huga hennar af vonleysi og vanmætti. Í einlægri færslu sinni á síðunni Amare lýsir Bryndís því hvernig veikindi hennar hafa komið fram í gegnum líf hennar. Færsluna […]

  2. October 30, 2018

    […] henni fast og fyllt huga hennar af vonleysi og vanmætti. Í einlægri færslu sinni á síðunni Amare lýsir Bryndís því hvernig veikindi hennar hafa komið fram í gegnum líf hennar. Færsluna […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *