Heimaföndur, Endurnýta kerti

Nú þegar flestir eru heima hjá sér allan daginn og hvort sem þú ert með börn eða ekki þá er gott að finna sér eitthvað annað að gera en horfa á skjáinn og var þetta föndur mjög skemmtilegt bæði fyrir mig og soninn hann Róbert Erik sem er 5 ára dundurkall.

Þessi hugmynd var að krauma í hausnum á mér í nokkra daga þar til ég lét á þetta reyna, og miðað við fyrstu tilraun þá tókst þetta bara vel hjá okkur.

Ég átti til kerti sem ég vildi ekki nota og með resta frá öðrum sem er gott að nýta í þetta.

Leit í skápa hófst og nóg var til að krukkum og önnur ílát sem hægt var að nota, rakst ég á þessi fínu vínglös sem eru ekki notuð á heimilinu hvortiðer og ákvað að búa til eitthvað fínt úr því.

Skal fara aðeins yfir ferlið fyrir ykkur og enda á að sýna ykkur afraksturinn af kertagleðinni okkar.

Bræddi kerti yfir vatnsbaði og er það gert á lágum hita, til að fá lit á kertið þá notuðum við venjulega Crayola liti sem við bræddum með, mjög gaman að leika sér með litina og þess vegna gera marglita kerti.

Við nýttum kertaþræði frá öðrum kertum, en eftir smá tíma fór okkur að vanta meira og skelltum okkur í Föndurlist til að versla nokkra metra, þá eigum við nóg til þegar okkur dettur þetta aftur í hug 🙂

Athugið! Til að fá kertaþráðin beinan þá dýfði ég honum í pottinn og beygði hann til þegar leyfar af kertinu var að harna.

Hérna var Róbert búinn að ákveða ílát.
Hann átti krukku sem hann málaði í leikskólanum sínum 🙂
Aðeins að föndra meira.
marglita kerti hljómaði spennandi og létum við á það reyna 🙂
Nú kom að því að sjá hvernig vínglösin koma út sem kerti.
Þetta þarf að fá að kólna og best að vera ekkert að hreyfa ílátin á meðan.
Hægt er að skreyta glösin á marga vegu.
Kertið hans Róberts 😀
Afrakstur dagsins.
Hægt að leika sér með undirlag.
Mjög ánægð með þessa útkomu.

Þetta var mjög skemmtilegur dagur í samveru með gullinu mínu og á morgun ætlum við að finna okkur eitthvað annað að gera og þá verður stóribróðir með okkur 🙂

Grallarar 😀

Þangað til næst!

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *