Heimatilbúin ís fyrir börnin

Jæja! Ekki seinna en vænna að koma með smá hugmyndir af heimatilbúnum ís.
Þar sem að sonur minn ELSKAR ís og gæti borðað ís í öll mál fór ég að hugsa að það væri líklega
ódýrara og sniðugt að gera ís hérna heima.

Ég byrjaði á því að fara í Ikea til þess að kaupa fjölnota frostpinnabox, ég keypti líka í Tiger svo ég á 2 sett af þeim og hentar það mjög vel.

Ég ætla að koma með nokkrar auðveldar hugmyndir af heimagerðum ís/frostpinnum

Djús
Já, svona einfalt! uppáhalds djús frostpinninn hans Ólivers
er Tropical djúsinn sem fæst í Costco eða Tropical djúsinn úr Bónus.

Ég helli honum bara í boxin og það þarf að frysta í 12-24klst

Þessi er úr Costco!

Boozt ís!

Ég geri oft boozt ís og sjálfri finnst mér þeir æði og Óliver dýrkar þá!

1. lúka af frosnum jarðaberjum
hálfur banani
Smá heilsusafi og vatn

Blandað saman í blandara, helt í boxin og voila!
Klikkað góður!

2. lúka af frosnum jarðaberjum
lúka af frosnum bláberjum
nokkur frosinn hindber
Vatn!

3. lúka af frosnum mangó
hálfur banani
hálft epli
hálf pera
smá Tropical djús og vatn

Tropical frostpinnar

Fullt af jarðaberjum
smá hindber
safi úr sítrónu
smá lime
Tropical djús úr Costco og smá vatn

Væmin ís

Lúka af jarðaberjum
einn banani
Nýmjólk

mjög góður!

Ég hef líka stundum keypt bara djús þykkni og blandað saman við vatn og gert frostpinna svoleiðis!

Mér finnst þetta ótrúlega sniðugt og einfalt og langt frá því að vera tímafrekt, svo geta allir notið með ís!

Þangað til næst <3

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *