Barnið,  DIY,  Jóhanna María

Heimatilbúinn leir

Eitt það skemmtilegasta sem dóttir mín gerir er að leira. Það er svo magnað með leirinn að það er nánast hægt að búa til hvað sem er úr honum. Er leir því frábær leið til þess að þjálfa hugmyndarflug barna og er leir t.d. góð leið til þess að kenna börnum stafi.

Það er þægilegur kostur að kaupa leir úti í búð. En það er töluvert hagkvæmara að búa hann til sjálfur. Það er einfalt, fljótlegt og þægilegt! Fyrir utan það að við getum valið sjálf í hvaða lit leirinn verður og jafnvel sett glimmer út í ef það er stemning fyrir slíku. Með því að búa til leirinn sjálf þá veit ég líka nákvæmlega hvaða innihaldsefni eru í leirnum, Þau eru öll skaðlaus og því er enginn skaði skeður þó svo að einn og einn leirbiti læðist uppí munn eins og vill stundum verða.

Uppskriftin sem ég notast við er svohljóðandi:

2 Bollar hveiti
1 Bolli salt
3-4 Matskeiðar matarolía
1 Bolli heitt vatn
Matarlitur og glimmer eftir þörfum!

Leiðbeiningar
1. Þurrefni sett saman í skál,
2. Olíu, vatni og matarlit blandað saman í aðra skál,
3. Öllum hráefnum blandað saman í eina skál og hrært vel saman, síðan er deigið tekið uppúr og hnoðað.
4. Bætið við vatni/hveiti eftir því hvort deigið er of þurrt eða blautt.

Mikilvægt er að muna eftir leirævintýrið að ganga vel frá leirnum og geyma hann í plastpoka svo hann þorni ekki.

Ég kem til með að sýna ykkur skref fyrir skref hvernig ég bý til leir á snappinu á næstu dögum

– Þar til næst!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *