Hendur í höfn

Í sumar fór ég í útilegu með vinkonu minni og dætrum okkar.

Við komum við á Þorlákshöfn í nokkra klukkutíma. Ég hef aldrei komið í þennan bæ áður en ég ætla mér án efa að fara einhvern tímann aftur.

Við fengum okkur að borða á stað sem var búið að benda okkur á að prufa þegar við vorum að spyrjast eftir barnvænumveitingastöðum þarna í nágrenninu.

Staðurinn heitir Hendur í höfn, þetta er bæði kaffi hús og veitingastaður.

Ég get ekki mælt meira með því að fara þangað og fá sér að borða.

Um leið og við gengum inn fundum við strax fyrir mjög hlýlegum móttökum.

Starfsfólkið tók strax mjög vel á móti okkur leifðu okkur að velja borð sem við vildum sitja við og bentu stelpunum á leikhornið hjá þeim.

Leikhornið var ekkert smá sætt og stelpurnar elskuðu að leika sér þarna.

Það sem mér fannst svo æðislegt er að þau bjóða upp á að smyrja brauð fyrir börnin sem er tilvalið fyrir börn eins og Máney sem borða ekki hvað sem er.

Matseðillinn leit mjög vel út, hann var ekki of stór en samt þannig að allir ættu að sjá eitthvað sem þeim finnst gott. Þau eru meira að seigja með vegan kosti.

Ég pantaði mér humarsúpu og fyrst þegar þjóninn kom með diskana fram gat ég ekki  hvað er súpan mín?

en svo kom þjóninn með þessa fallegu könnu og helti súpunni á diskinn fyrir framan mig sem kom skemmtilega á óvart.

Maturinn var mjög góður og sérstaklega brauðið sem fildi súpunni sem þau baka á staðnum.

Allt var bara svo ótrúlega huggulegt þarna.

Meira að seigja baðherbergið var huggulegt.

Það voru þvottaklútar í staðin fyrir handþurrkur og dömubindi fyrir konur svo voru meira að seigja karamellur.

Við vorum svo ótrúlega ánægðar þarna að við ákváðum strax að við myndum koma aftur næsta sumar, ef ekki fyrr.

Þessi færsla er ekki kostuð heldur bara ég að deila með ykkur okkar reynslu af staðnum.

Það er svo mikilvægt að muna að deila líka jákvæðu reynslunni okkar en ekki bara þeim neikvæðu.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *