Hin fullkomna barnlausa móðir

Ég var mjög ákveðin hvernig móðir ég ætlaði að vera þegar ég var ólétt en ekki fór allt eins og planað var.

Ég áttaði mig ekki alveg á hversu krefjandi og þreytandi þetta hlutverk er þrátt fyrir að vera dásamlegt á sama tíma.

Samt sem áður reyni ég alltaf að taka þær ákvarðanir sem eru bestar fyrir barnið mitt og hentar okkur best eins og ég trúi að allar mæður reyna.

Hér eru nokkur dæmi um það sem fóru ekki alveg eins og ég var búin að plana á meðgöngunni:

  • Ég ætlaði aldrei að gefa henni sykur eða nein sætindi.

Ég er ekki hrifin af því að gefa henni mikið af sætindum, en ég er á þeim stað núna að ég er sátt svo lengi sem barnið borðar. 

Hinsvegar reyni ég að velja hollari kostinn og hafa sykurinn í lágmarki.

  • Ég ætlaði aldrei að leyfa henni að fá síma eða hanga yfir sjónvarpinu.

Stundum er bara dagurinn búin að vera erfiður, litla daman búin að vera pirruð og einvhernveginn allt ómögulegt, þá róar fátt hana niður eins vel og gamla góða youtube.

Ég ætla ekki einusinni að fara út í hversu mikið síminn hefur bjargað okkur í læknatímum.

  • Við Símon vorum ákveðin í því að venja hana strax á að sofa í sínu eigin rúmi.

Hún svaf upp í fyrstu 3 mánuðina… 

  • Ég ætlaði út í göngutúra með hana á hverjum degi

Ég var nú frekar dugleg að fara með hana út að sofa í vagninum en ég fór ekki á hverjum degi og oft þegar ég fór labbaði ég með hana þangað til hún sofnaði og svo fór ég heim og fór að taka til eða eyða smá tíma í sjálfan mig.

  • Ég ætlaði ekki að gleyma að sinna sjálfri mér

Eftir að Máney hætti á brjósti hætti ég algjörlega að hugsa um sjálfan mig, ég fór að gleyma því að borða og ef ég var ekki að sinna henni var ég að hugsa um heimilið.

Það var ekki fyrr en einn dag að ég áttaði mig á því hversu illa mér var farið að liða að ég áttaði mig á hversu mikið það munar að taka tíma til þess að hugsa um sjálfan sig, þótt það sé ekki nema 30 mínútur á dag.

Það er ekkert til sem heitir hin fullkomna móðir við erum allar að reyna okkar besta í þessu krefjandi hlutverki og getum ekki gert betur en það.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *