HM breytti mér í öskrandi stuðningsmann

Það sem ég hugsaði í dag eftir að hafa skilað vel skreyttum krökkum á leikskólan var að ég var ekki sú sem settist niður og horfði á fótboltaleik hvenær sem er, fylgdist lítið með og hreinlega forðaðist staði og umræður um fótbolta nema um EM væri að ræða og ekki hreyfði það við mér ef Liverpool eða Manchester aðdáendur í fjölskyldunni, eða hjá vinum sögðu frá sigri eða tapi hjá þeirra mönnum.

Handbolti höfðar meira til mín, og gaf ég út þá ástæðu að það væri meiri hraði og spenningur sem fylgði því sporti.

En hvað gerðist?

 

Í leik gegn Argentínu á HM, áttum við til fána sem við ætluðum að nota 17 Júní, ég rétti krökkunum til að búa til smávegis stemningu, svona meira gert fyrir þá og fann eitthvað til í fataskápnum sem stóð ísland á.

Ég sagði við strákana að meiri hlutinn af Íslandi væri að horfa á þennan leik,  vááá heyrðist í þessum litlum krúttum.

Þegar móðirinn á heimilinu áttaði sig á því að liðið væri sigurstranglegt þá kom annað hljóð í hana

Bíddu ha! hvað er að gerast hérna! þeir eru að spila jafn vel ef ekki betur en Messi og hans lið, þeir eru virkilega svona góðir!

Ég var auðvitað stolt af liðinu fyrir það fyrsta, að komast á HM en viðurkenni það fúslega að ég lét það útúr mér að við munum tapa.

Nokkrar mínútur inn í leikinn, er ég sitjandi á sófa kantinum með andlitið í höndum, og segjandi KOMA SVO! og GUÐ MINN GÓÐUR! nokkuð oft, mörg blótsyrði runnu út úr mér og eldri strákurinn sá um að skamma mig fyrir talsmátann og krossaði putta fyrir að þessi 3 ára myndi ekki apa eftir mér.

Stjórnin á mínum talsmáta og hegðun var algjörlega horfin útum gluggann, ég öskraði og hoppaði þegar liðið skoraði og tala nú ekki um þegar Hannes varði víti frá Messi! þvílíkt og annað eins!!

Talaði ílla um dómarann þegar hann var ekki að dæma okkur í vil (eru ekki allir þannig annars?), og var alveg handviss um að Argentína hefði mútað einum af þeim, hann sást oft á mynd að spjalla við nokkra úr liðinu,  alltof vinarlega fyrir minn smekk, það var nóg til að sannfæra mig um mútur, ég sagði margt í hita leiksins sem er kannski ekki beint satt.

þarna var ég, þessi sem hafði lítinn àhuga à fótbolta àður, svitnandi, öskrandi, búin að æsa upp eldri soninn, hann tók upp á því að dæma dómarann líka, úbbs og æsingurinn í hámarki.

Samheldni í þjóðinni nàði mér

Àstæðan fyrir þessum áhuga er hvernig þjóðin kemur saman á svona stundum og eru tryggir stuðningsmenn, þúsundir manna fara á leikina úti og sumir oftar en einu sinni.

Við heima màlum okkur, krakkana og örugglega annarhver maður á landsliðstreyjuna, við lokum fyritækjum snemma til að sýna liðinu stuðning með áhorfi, hengjum upp fànann, göngum um með hann eða festum hann á bílinn, búum til kleinuhringi og setjum liti Íslenska fànann á og svo miklu meira.

Blessaða litla Ísland komin Í sama keppni og stærstu fótbolta stjörnum heims, hugsið ykkur.

Það var ekki annað hægt en að grípa gleðina og samheldni samlanda minna og verða partur af þessum gríðarlega stóra atburði sem skrifast inn í sögu Íslendinga.

Fæ gæsahúð við að skrifa þetta.

 

Fyrir næsta leik var öllu skartað

Málning, bolir og rauðan lit í hàrið og svona mættu strákarnir mínir í leikskólan.

 

 

 

þar var tekið við þeim á meðan kennarar og krakkar voru að syngja saman, flestir vel skreyttir og stemmningin var frábær, langaði helst að vera þarna með þeim allan daginn í stuðinu.

Aldrei að vita nema áhugin almennt fyrir fótbolta sé komin hjá mér, Óliver Logi sonur minn ætlar að fara út á HM og vinna Messi þegar hann er orðin stór, sagði hann, mamman verður að styðja soninn í því.

þrátt fyrir tapi gegn Nígeríu ætlum við að halda àfram, skreyta okkur, heimilið á næsta leik sem verður á þriðjudaginn og halda í vonina, býst ekki við neinu öðru frá stuðningsmönnum.

 

 

Áfram Ísland! <3

 

 

 

 

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *