Heilsa,  Jóhanna María,  Uppskriftir

Hollustu vaffla

Heil og sæl! mig langar til þess að deila með ykkur uppskrift af einfaldri hollustu vöfflu!
Þessi vaffla hefur slegið í gegn hjá eldri stelpunni okkar Sólveigu Birnu
og er hún líka tilvalin til þess að hafa í nestisboxinu fyrir skólann.
Sjálfri finnst mér gott að borða hana í hádegismat,
hægt er að setja ýmiskonar álegg ofan á hana sem dæmi smjör og ost o.sfrv.
En Sólveigu finnst best að borða hana eintóma. 😉

 

Uppskrift:
2 egg
1 banani
1 dl hafrar
Smá vatn

 

Aðferð:
Ég set eggin, bananann og hafrana í blandara og blanda því vel saman.

 

síðan set ég vatn út í til að þynna blönduna örlítið,
það er misjafnt hversu þykkt vöffludeig fólk vill hafa,
svo hver og einn þynnir deigið út eins og hann vill hafa það.

 

Ég smyr vöfflujárnið með pam spreyi og helli blöndunni á sjóðandi heitt vöfflujárnið.

 

 

Voila! Tilbúin vaffla í nesti í skólann fyrir Sólveigu 😉

 

–Þar til næst

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *