Hvað Covid kenndi mér

Nú þegar margar búðir voru lokaðar og mikill tími fór í samveru við þá sem búa á sama heimili, í mínu tilviki er það ég og börnin mín tvö, ég er einstæð, en samvera við faðir þeirra er auðvitað líka í gangi, þeir búa hjá okkur 50/50.

Ég legg mikla áherslu á að halda í jákvæðnina og nýta hugmyndaflæðið vel, þar sem tímaeyðsla fer ekki lengur í sundferðir, bíó, út að borða eða í tækin í smáralindinni til dæmis.

Peningaeyðsla heimilisins var í miklu ólagi, núna þegar allt er búið að róast og nú er ekkert stress með að huga að kvöldmatnum og ekki gefið að stökkva út í búð eða skreppa saman út að borða, er maturinn nýttur að fullu og allt notað.

Ég er orðin einstaklega fær í að nota það sem til er og nýta alla afganga sem til verða, með því hefur matarkostnaðurinn minnkað allt verulega, Þetta þarf ekki að vera flókið eða voða fannsí til að börnin borði vel….Það er gaman að elda og Yngri sonur minn hann Róbert hjálpar mér töluvert með matinn og það fær hann til að vilja meira borða á kvöldin þegar hann er að skapa…. Hann þrífst í framkvæmdinni og vá hvað mér finnst gaman að kenna honum þá kunnáttu sem ég bý yfir.

Krakkarnir mínir eru líka að læra það í leiðinni að borða það sem til er og allt óþarfa nasl er ekki jafn mikið í gangi.

Nægjusemi er orðið sem ég var að leita af, ég er ofbóðslega sátt með hvað þetta hefur allt saman gengið vel, ekki áhyggjulaust, en vel.


SAMVERA VIÐ ANNAÐ FÓLK…..

Ég hélt að ég væri meira introvert en gefur í raun, ég er mun meiri félagsvera en ég gerði mér grein fyrir, og þá þakka ég guði fyrir að eiga svona góða vini og vinkonur sem ég tala reglulega við , og auðvitað fjölskylduna.

ÁHUGAMÁL………………………

Mikið rosalega er það mikilvægt að eiga sér áhugamál þegar svona tímar eru, fegin að hjá mér eru þau mörg og því hefur mér lítið leiðst, það hefur komið fyrir, en það er sjaldgæft, ég er listræn í mér og finnst svakalega gaman að prófa margt og reyna sjálf, þakka móður mína fyrir þá hæfileika.

FRAMTÍÐIN……………………….

Samfélagið hefur róast og það gerði ég með því, sem gerði það að verkum að ég fór mikið að spá í framtíðina og hvað mig langar að gera og læra til að taka með mér þangað……Eina slæma við að hafa breitt áhuga svið er að velja!.. Mig langar að taka Naglafræðinginn og Sjúkraliðan og bæta við menntun í söngnum og og og…. sjáiði hvað ég er að díla við :P…. þannig ég ætla bara að gera þetta allt saman, afhverju ekki? :D…. Mér finnst að lífið eigi að snúast um að hafa markmið… vinna sig að þeim og aldrei hætta því…. Hver er tilgangur lífsinns annar en að gera það sem þú elskar, það sem þarf, vera góð við sjálfan þig og aðra…. Ekki gleyma að þora að elska og gefa af þér…. þetta er mín skoðun fyrir mitt líf 😀

Hvað tónlist er gríðarlega mikilvæg fyrir mig………

Tónlist hefur verið efst á mínu áhugasviði frá barnsaldri, en á þessum tímum þá fann ég virkilega fyrir því hvað tónlistin spilar stórt hlutverk í mínu lífi og hversu mikilvæg hún er til að halda mér í ákveðnu jafnvægi….. Ég nota tónlist til að hressa mig við, draga mig upp ef ég er langt niðri…..Það versta sem hægt er að gera þegar við erum að díla við ástarsorg eða aðrar erfiðar tilfinningar er að hlusta á rólega sorgmædda tónlist sem ýtir undir og viðheldur þér á þeim sorgmædda stað. Ég nota Spotify og þar safna ég saman lögum sem hafa þau áhrif að koma mér á betri stað andlega…. Syngja og dansa er meðalið mitt.

Sem betur fer er ástandið að skána til muna og erum við á Íslandi að sjá fyrir endan á þessu og erum við mjög heppin með það, önnur lönd eru enn að berjast fyrir sínu frelsi…. Votta mína samúð með þeim sem misstu ástvin á þessum tímum.

HVAÐ KENNDI COVID ÞÉR?…..

Þangað til næst <3
You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *