Hvað svo?

Ég vil byrja á því að þakka fyrir viðtökurnar á síðustu færslu. Ég fékk mikið af skilaboðum með fallegum orðum sem ég met mikils en ég fékk líka skilaboð frá fólki sem hefur staðið í svipuðum sporum sem vildi þakka fyrir að ég þorði að stíga fram. En það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera, við verðum að koma fram og segja frá því það hjálpar okkur að lækna sárin okkar og gefa öðrum hugrekki til að gera það sama.

En þá er komið að framhaldinu. Og þetta framhald er búið að vera virkilega erfitt í fæðingu.

Eftir að við mamma flúðum fór allt af stað. Prestinum í Keflavík var komið í málið og sá hann um að tilkynna bæði lögregglu og barnavernd um málið. Pabba var gert skilt að flytja út úr húsinu þar sem ég þyrfti að fá að klára 7. bekkinn og fá að fermast með bekkjarfélögunum um vorið og við þurftum að búa einhversstaðar á meðan.

Þetta var rosalega skrítinn tími. Pabbi var handtekinn uppá flugvelli þegar hann var að koma frá Austurríki og var fjallað um það í einhverju fréttablaðanna (Ég man ekki hverju)

Með þessu vissu allt í einu allir hver ég var og hvað hefði gerst. Viðbrögð fólks voru skrítin. Sumir sýndu mér þvílíka blíðu og komu fram við mig eins og ég væri póstulínsdúkka og ætti heima í bómul og bóluplasti. Aðrir horfðu á mig með þessu sérstaka augnaráði sem sýnir viðbjóð og hræðslu eins og ég væri smitandi og ég var kölluð hóra (það voru aðalega krakkarnir sem gerðu það) en það sem allir áttu sameiginlegt að þau vissu ekkert hvernig ætti að koma fram við mig. Það voru meira að segja nokkrir foreldrar sem bönnuðu börnunum sínum að umgangast mig.

Þið megið ekki gleyma að í fyrsta skipti var verið að ræða um þessi mál opinberlega og fólk hafði ekki hugmyndi hvernig það ætti að höndla þessar aðstæður.

Ég var líka sett í yfirheyrslu hjá lögregglunni og ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn hrædd á ævinni. Ég var alein 13 ára og leið eins og ég væri glæpamaðurinn. Það leið samt ekki langur tími þar til kona frá barnavernd kom öskuill inn í herbergið með þeim orðum að búið væri að taka skýrslu af mér af sálfræðingi (þá var ekki komið neitt sem heitir barnahús) og þeir hefðu engan rétt að yfirheyra barn án þess að fulltrúi þeirra væri með.

Já í kringum mig ríkti algjör ringulreið. Allir voru í tilfinningarússibana. Fólk fór úr því að vera öskureitt í að vera í sjokki, í það að gráta, vera sárt og aftur í það að vera reitt. Ég aftur á móti var týnd. Ég var hrædd, hrædd við allt. Ég skammaðist mín ógurlega, var alveg viss um að ég ætti alla sökina. Ég vissi ekki hvernig mér átti að líða, ég vissi ekki hvernig ég ætti að hegða mér, ég vissi ekki hvað ég mátti.

Þrátt fyrir að heimilisaðstæður höfðu verið erfiðar þá þekkti ég þær og allt í einu var heimurinn sem ég þekkti og treysti hruninn OG það var ALLT mér að kenna. Ég vissi að pabbi minn hafði gert margt og mikið rangt en hann var samt pabbi minn. Hann var ekki alltaf slæmur og ég hafði elskað hann útaf lífinu. Núna vissi ég ekki hvort mér mætti þykja vænt um hann eða átti ég líka að vera reið eins og allir hinir og átti ég að hata hann?

Þegar kom að fermingardeginum var ég alveg dofin. Ég hafði farið í hárgreiðslu um morguninn og myndartökuna en rétt áður en við fórum í hana fékk ég símtal. Ég fór með símann inn á baðherbergi og læsti mig þar inni. Í símanum var pabbi. Í fermingargjöf gaf hann mér ræðu sem gerði mig alveg lamaða. Hann lét mig vita að ég væri lygari og illgjörn. Hvernig gæti ég verið svona illgjörn að eyðileggja lífið hans eins og hann væri nú alltaf góður við mig. Auðvitað væri ég nú heilaþvegin af mömmu og systrum mínum, sérstaklega elstu systur minni sem væri sú allra versta manneskja í heimi. Þau voru nokkur orðin í viðbót sem hann lét falla og ég grét sárt á eftir en harkaði af mér, setti upp grímuna og fór í myndartökuna. Það er ekki hamingjusamt barn sem byrtist á myndunum. Þær sýna brotna sál sem er full af sorg. En þetta var ekki það eina sem litaði daginn. Amma og afi (föðurmegin) vantaði í veisluna. Tekin var sú ákvörðun að föðurfjölskyldan myndi ekki mæta. Málið var að þegar foreldrar mínir skildu, klipti föðurfjölskyldan líka á tengslin, ég var orðin blettur á fjölskyldunni sem kunni ekki að haga mér og halda kjafti eins og stylltar stúlkur eiga að gera.

En ég vil aftur minna á að á þessum tíma var alls ekki talað um svona hluti og ég get rétt ímyndað mér álagið á ömmu og afa, þetta var jú sonur þeirra. Þetta er samt eitthvað sem hefur fylgt mér alla ævi og er ég sjúklega hrædd við höfnun og kem stundum (ok mjög oft) fram sem needy og er stannslaust að hugsa um það hvort fólk þoli mig eða ekki.

Tíminn leið og við fluttum til Reykjavíkur og við mamma bjuggum saman í 5 fm2 herbergi heima hjá systur minni í 9 mánuði. Þið getið ímyndað ykkur togstreituna á heimilinu. Þarna var lífið að komast í sömu skorður og áður hjá öllum. Allir voru búnir að taka út mestu geðshræringuna og lífið hélt áfram sinn vana gang. En þá breyttist allt hjá mér. Ég var að nálgast 15 ára og reiðin var að byrja að sjóða inní mér. Ég varð öskuill og fór í algjörann uppreisnarham. Var ég reið út í pabba? NEIBBBBBB hef aldrei orðið það, ég hef orðið ofsalega sár út í hann en aldrei reið. Ég varð reið út allt og alla aðra.

Það voru ekki fá rifrildin sem ég háði við mömmu, systur mínar, kennara já bara hvern sem var í vegi fyrir mér. Ég man einmitt eftir því að ég hitti frænku mína úr föðurætt en hún og systir hennar höfðu verið miklar vinkonur mínar sem börn og ég snappaði á hana. Ég var sjúklega reið út í hana en hún átti engan þátt í þeirra aðstöðu sem við vorum í. Hún var alsaklaus af öllu en þarna fann ég einhvern sem ég gat fengið útrás á, einhver sem ég gat ausið allri minni reiði og hatri á. Ef þú lest þetta þá þykir mér það ósköp leitt að hafa látið allt bitna á þér, þú áttir það ekki skilið og ég hugsa oft til þessa kvölds.

Annað dæmi sem kom upp var á aðfangadag. Ég missti mig yfir sveppunum sem voru settir í sósuna. Á þessum tíma fanst mér sveppir viðbjóður og ég tók algjörann trylling. Þetta var í raun byrjunin á löngu tímabili þar sem ég fékk að vita að ég væri ósanngjörn, frek, eigingjörn og gjörsamlega out of control. Málið er að ég var í sama ástandi og allir höfðu verið í áður, fyrst eftir skilnaðinn. Núna var komið að mér, en ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma reiðinni frá mér þannig að hún braust út hvenær sem tækifæri gafst.

Mér fannst ég einskis virði og var alveg sama um allt í raun og veru. Ég byrjaði að reykja og fannst ég svo mikill bad ass þó að innst inni hafi ég verið ósköp lítil og hrædd. Ég fór að drekka en samt ekkert meira en aðrir unglingar á mínum aldri en ég drakk oft illa og endaði yfirleitt á einhverju grenjufylleríi. Dópið fór ég aldrei í sem betur fer. Ekki það að ég hafi ekki haft tækifæri til þess ég var bara skíthrædd við það. Ég var heldur ekki það sem kallast lauslát en ég þráði blíðu, væntumþykju og viðurkenningu og var tilbúin til að gera næstum hvað sem er fyrir hana.

Ég reyndi að skaða sjálfa mig á hvaða hátt sem var og stundum held ég að ég hafi gert það til að fá athyggli. Ég var sár, týnd og tætt og þráði það að vera eins og allir aðrir sem virtust vera með allt sitt á hreinu.

Ég í alvörunni er enn ekki með allt mitt á hreinu og það gerir mig eins og alla hina sem eru þarna úti því hver er með allt sitt úthugsað og fullkomið.

Ég hef unnið í mínum málum stannslaust þar sem þetta er eilífðar vinna. Það er ekki langt síðan ég var greind með áfallastreyturöskun eða PTSD og er ég að reyna að vinna í henni með sálfræðingi. Það sem situr fast í mér er skömmin og sekktarkenndin. Ég hef tekið ábyrgð á hlutum sem pabbi gerði öðrum því hann var pabbi minn. Ég hef líka tekið ábyrgðina á ofbeldinu sem hann sýndi mér og hjálpaði yfirheyrsla lögregglu þar mikið til. Einnig átti pabbi vini á réttum stöðum og var málinu sópað undir teppi og var fellt niður vegna ónægra sannanna. Já þær sannanir sem fundust í skoðun hjá lækni voru ekki teknar gildar, rofið meyjarhaft og sár á kynfærum og endaþarmi er alveg eðlilegt er það ekki.

Ég er 43 ára gömul og það eru 30 ár síðan ég stóð í þessum sporum og ég er enn að glíma við þetta og ég vildi óska þess að þetta væri búið, að þetta klárist einhvern tímann að ég verði frjáls. Að finnast ég vera verðug fyrir alla þá góðu hluti sem lífið bíður uppá og finnast ég alveg eiga það skilið. Að fá að anda án þess að finnast ég þurfa að borga fyrir það með áreinslu og meiga bara vera.

Þið sem eruð þarna úti sem hafið svipaða sögu að segja munið að þið eruð algjörir sigurvegarar. Við lifðum af!!! Við erum ekki afbryggðileg eða skrítin en við þurfum hjálp og við meigum ekki skammast okkur fyrir það

Þið sem eruð þarna úti sem aðstandendur munið að frekjuköstin gætu verið út af innri reiði sem þarf að komast út. Haldið utan um einstaklinginn, minnið hann á hversu mikilvægur hann er, að þetta er að engu leiti honum að kenna sama hvað aðrir segja og látið hann vita að þetta mun lagast og þið verðið alltaf til staðar sama hvað…

Ég á enn eftir að skrifa fleiri svona færslur en ég ætla mér að taka smá pásu í að fara svona inn á við því það tekur á og ég er einhvern veginn út um allt.

Næstu færslur verða meira um hluti sem við getum gert til að bæta líf okkar eins og 10 hlutir sem þú ættir að gera á sunnudögum og Frestunarárátta.

En þar til síðar

Takk fyrir og verið góð við hvort annað

konana í Árbænum

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *