Hvítlauksbrauð/Hvítlaukspizza

Okkur finnst mjög gott að hafa hvítlaukspizzu með þegar við pöntum okkur pizzu.

Ég hef reynt nokkru sinnum að gera svona pizzur hérna heima en aldrei verið alveg sátt með útkomuna fyrr en ég gerði þessa uppskrift.

Hún er ótrúlega einföld og við vorum mjög sátt með útkomuna.

Það sem þarf:

pizzadeig

50 gr. smjör

4 hvítlauksrif (pressuð)

hvítlaukssalt

oreganó

1 poki rifin ostur

  • Ég byrja á að taka pizzadeigið og fletja það út.
  • Síðan bræði ég smjörið og blanda hvítlauknum við. 
  • Dreifi smjörinu yfir pizzuna og strái oreganó, hvítlaukssaltinu og síðast ostinum yfir.
  • Baka þar til botninn er orðin stökkur og osturinn bráðinn og flottur.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *