IKEA MYND MÁLUÐ

Þessi hugmynd var búin að vera í hausnum á mér í smá tíma, ég ákvað að slá til og ég sé sko alls ekki eftir því!

Upp á vegg hékk mynd frá Ikea sem ég var búin að eiga í sirka átta ár og alveg búin fá nett leið á henni, Amsterdam myndin.

Hugmyndin var sú að mála yfir hana sjálf og annað hvort myndi það takast eða ekki, skipti mig ekki máli þar sem ég var harð ákveðin í að finna eitthvað annað þarna á vegginn.

Þetta litla gerði mikið fyrir stofuna, ég alveg elska að breyta til reglulega hjá mér og það þarf ekki að gera mikið.

*****Svona var myndin fyrir*****

Hér er hún tilbúin og átti bara eftir að þorna yfir nótt

Þetta litla gerði heil mikla breytingu fyrir stofuna, og er ég mjög ánægð með þessa breytingu.

Þetta tók nokkra klukkutíma í framkvæmd og notaði bara það sem ég átti til heima, virkilega skemmtilegt.

Þangað til næst <3

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *