Jákvæðisdagbók

Ég elska bullet journal og að horfa á hversu flottar þær verða oft hjá fólki svo ég endaði á að kaupa mér bók. Ég hins vegar  er með rosalega fullkomnunaráráttu og átti því mjög eftir með bókin mína þar sem mér fannst aldrei neitt verða eins og ég vildi. Mér fannst ég aldrei geta sett neitt inn í bókina án þess að eyða miklum tíma í það. Ég var farin að vera með aðra dagbók sem ég skrifaði niður læknistíma og allt svoleiðis í.

Á endanum hætti ég alveg að nota bullet journalina mína.

Svo mig langaði að gera eitthvað annað við bókina sem myndi nýtast mér betur.

Einn daginn var ég að eiga slæman dag andlega og fór að hugsa hvað ég gæti gert til að koma mér upp úr því. Ég ákvað að nýta mér bullet journal bókin og skrifa niður jákvæða hluti í hana til að hjálpa mér að líða betur. Ég skrifaði niður jákvæða qoutes, hvað ég er þakklát fyrir og kostina hjá sjálfri mér.

Að skrifa niður eigin kosti getur verið mjög erfitt en á sama tíma tel ég það vera mjög mikilvægt að þekka sína kosti og að kunna að hrósa sjálfum sér.

Um leið og ég fór að gera þetta fann ég strax hvernig mér fór að líða mikið betur!

Ég fór að finna að þegar ég var að ganga í gegnum erfiða tíma hvað það hjálpaði mér ótrúlega mikið að lesa yfrir eða skrifa í bókina. Ég fór að finna hvað mér leið mikið betur við það eitt að byrja daginn á jákvæðum hugsunum þótt ég skrifaði þær ekki einu sinni alltaf niður. Sjálfstraustið eykst líka þegar maður fer frekar í að eiða tíma í að finna hrós fyrir sjálfan sig í stað þess að brjóta sig niður.

Ég finn hvað þetta hefur hjálpað mér að halda jákvæðu hugarfari.

Eftir að ég byrjaði á þessu passa ég mig alltaf á að ef ég er farin að vera ólík sjálfri mér í skapinu þá sest ég niður með bókina fyrir framan mig og fer að skrifa eitthvað jákvætt. ♥

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *