Jólagjafalistinn

Nú fer að koma að jólum og maður fær spurninguna „hvað vantar barninu?“

ég þoli ekki þessa spurningu og það er einfaldlega vegna þess að ég veit ekki hvernig ég á að svar henni.

Svo ég ákvað fara svona lauslega yfir hvað við eigum svo ég vissi hvað ég þyrfti á að halda.

Ég er búin að vera að fara í gegnum fötin hennar hægt og rólega á síðustu vikum og veit því hvað hún á af hverju, svo er ég líka búin að vera að hugsa um hvað ég gæti beðið um sem gæti nýst okkur.

Einnig er leikskólinn reglulega að biðja foreldra um að passa að börin séu með hlý föt og skrifa lista yfir föt sem þeim finnst gott að hafa, svoleiðis listar gefa mér alltaf hugmyndir.

Ég velti líka fyrir mér er eitthvað sem ég á sem ég væri til í að eiga meira af?

Og hér er listin sem ég kom upp með þetta árið:

 • Flísföt/ullarföt. (innanundirföt)
 • vettlinga.
 • kuldaskó.
 • hlýjar buxur og peysur. (sem eru góðar í leikskólann til að leika sér í)
 • hnífapör.
 • glös.
 • diska/skálar.
 • Bækur.
 • Rúmföt/lök.
 • handklæði.
 • Eitthvað fallegt til að setja í herbergið hennar. (sætar myndir, snaga, hillur og fl.)
 • þroskaleikföng.
 • nærföt/samfellur.
 • náttföt/galla.
 • prjónaðar peysur.
 • hálskraga.
 • Dúkkuföt.
 • þykkar sokkabuxur.

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *