Karrý fiskréttur

Ég ákvað að skrifa um minn uppáhalds fiskirétt þar sem ég er sjálf ekki mikið fyrir fisk finnst mér þessi tilvalinn fyrir manneskjur eins og mig!Uppskrift fyrir 2-3

Það sem þú þarft:

1-2 fiskiflök(fer eftir stærð)
1 poki hrísgrjón
1-2 dl ab-mjólk
5 msk mayoness
1 tsk sítrónusafi
2-3 tsk karrý
4 msk rifin ostur
salt og piparAðferð:

Þú byrjar á því sjóða hrísgrjón og kveikir á ofninum og stillir á 170°
Á meðan hrísgrjónin eru að eldast þá er um að gera að búa til sósuna
Byrjar á því að setja ab-mjólk, mayoness, sítrónusafa, karrý og rifin ost
og hrærir því vel saman. Þegar hrísgrjónin eru tilbúin þá seturu þau
í eldfast mót og dreifir þeim jafnt og þétt, næst skerðu fiskinn í bita og raðar þeim jafnt yfir hrísgrjónin, svo helliru sósunni yfir
fiskinn og dreifir vel úr henni svo hún verði jöfn.
Svo stráiru rifnum osti yfir og hendir inní ofn í 25 mínútur
og voila , geggjaður karrý fiskréttur er reddý!Þessi fiskréttur er mjög vinsæll á mínu heimili og er svo ótrúlega góður!Njótið!


You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *