Kaupmannahöfn, Malmö og mót

Konan sem ætlaði að vera ótrúlega dugleg við að blogga og pósta jafnvel 2-3 í viku er loksins hérna á ferð (Lesist með mikilli kaldhæðni)

Já það er sko hellingur búinn að gerast hjá mér síðustu daga og ég hef bara ekki haft tíma né orku til að setjast niður til að hrippa niður nokkrar línur en núna er ég komin í afslöppun í nokkra daga og ætla því að þræða ferðalagið.

Það var frábært að vera í Köben í litla húsinu en það gekk á ýmsu. Eva vinkona var í sjálfboðastarfi við að þrífa mótsstaðinn, taka á móti gestum og skemmta þeim á meðan við strákarnir tjilluðum. En kvöld 2 týndi Eva nafnspjaldinu sínu og þrátt fyrir miklar leitir fannst það ekki en sem betur fer voru góðir vinir á staðnum með auka þannig að það reddaðist (vorum öll merkt). Ég skellti mér í að þvo þvott (en ekki hvað enda sjúklegur þvottaperri) en sama hvað ég gerði þá vildi vélin ekki opna sig aftur fyrr en eftir marga tíma. Þetta vakti upp mikla gremju og pirring enda ætlaði ég að nýta tímann í eitthvað annað og betra en að hanga á þvottavélahurðinni.

Við komumst nú samt inní Köben og kíktum í verslunarmiðstöðina þar sem 1 eða 2 hlutir rötuðu í körfuna…. (ok kanski voru þeir töluvert fleiri en það, susss dont judge)

Við einmitt enduðum verslunarleiðangurinn inní HM í Vanlöse en í látunum þar sem verið var að loka gleymdi ég símanum á afgreiðsluborðinu og engin leið að komast í samband við búðina fyrr en daginn eftir. Þetta reddaðist nú allt enda mætti ég fyrir utana 20 mín fyrir opnun og þær ekkert alltof liðlegar að ná í símann þar sem það væri ekki búið að opna en eftir að hafa notað hvolpalookið mitt fékk ég það í gegn.

Mikið er líka fallegt hérna. Blóm í hverjum garði og götuhorni að maður var agndofa. Veit ekki hvað fólk hefur haldið samt þar sem maður stóð fyrir framan hvert einasta hús og tók myndir í tonnatali.

Þvílík litadýrð og fegurð. Gæti sett 20 myndir í viðbót en ætla að láta þessar duga í bili.

Að morgni 18. júlí tókum við lestina og sóttum bílinn á Kastrup flugvöll. Við vorum með svo mikinn farangur að engin leið var að ferja hann ásamt fólki þannig að ég og Jóhannes tókum töskurnar og keyrðum yfir til Malmö. Ég er að segja ykkur það að bíllinn var pakkaður. Sem betur fer er ég lítil og með litlar fætur því að sætið var alveg í innstu stöðu og ekki séns að bakka því um mm. Við komum okkur fyrir í lítilli og dásamlega krúttilegri íbúð inní sveitinni, ég er ekki að ýkja það voru hestar á beit í næsta garði…..

Eftir að búið var að tæma bílinn skutlaðist ég á lestarstöðina og sótti afganginn af ferðafélögunum sem biðu þar.

Við vöknuðum eldsnemma á laugardagsmorguninn, klæddum okkur, máluðum og svo var skutlast út á lestarstöð og lest og strætó tekinn á Brömby station þar sem mótið okkar yrði haldið næstu 3 daga.

Eins og ég hef sagt hér áður er ég ekki að fara að nota þennan miðil til að predika en mig langar til að segja ykkur frá þessari helgi í næsta bloggi því þetta var svo dásamleg upplifun. Ég vil líka gera það í næsta bloggi þar sem þetta er löng saga og þetta verður bara endalaus langavitleysa ef ég geri það núna

En ég ætla að láta staðar numið hér í bili og byrja á að skrifa nýtt blogg um mótið sjálft sem ég mun deila vonandi sem fyrst.

en þangað til þá

njótið lífsins

kveðja konan úr Árbænum

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *