Kjúlla-pastaréttur

Mig langaði bara að deila með ykkur uppáhalds kjúlla-pastaréttinum mínum
Enjoy!!

 • Það sem þú þarft
 • Pasta
 • 2 kjúklingabringur
 • 1 papríka
 • 6-7 skinkusneiðar
 • 1 pakki af beikoni
 • 1 stk laukur
 • 6 sneiðar pepperoni (má sleppa)
 • 6 sveppir
 • 1stk mexikó ostur
 • 250ml rjómi
 • 1 dolla af skinkusmurosti

 

 

Aðferð

Skerið papriku , skinku , beikon ,sveppi og pepperoni í litla bita
Skerið kjúklingin og steikið á pönnu , krydda eftir smekk.

Geymið kjúklingin til hliðar , setið pasta í pott og leyfið því að sjóða þar til það er tilbúið.

Steikið beikon og lauk saman þar til það er næstm tilbúið , bætið svo við sveppum,
skinku og pepperóní og steikið allt saman

Skerið mexíkóostin í litla bita , hellið helmningum af rjómanum í pott og bætið
mexíkóostinum við , leyfið ostinum aðeins að bráðna bætið svo við restini af
rjómanum og öllum smurostinum.

Hrærið í sósuni þangað til hún er orðin þykk og osturinn alveg bráðin
sigtið pastað og setjið í stóra skál , bætið við kjúklingum og öllu sem þið steiktu
saman ofan í skálina.

Hellið svo sósuni yfir og blandið öllu saman með sleif.

Þessi réttur er mjög góður með hvítlauksbrauði!

Verði ykkur að góðu:)

 

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *