Kynjaveisla

Okkur langaði að prófa einhverja skemmtilega aðferð til þess að komast að kyninu í þetta skiptið.

Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi en síðast þar sem við fengum bara að vita kynið í sónarnum og fórum svo heim, hringdum í vini og ættingja og létum þau vita að það væri lítil stelpa væntanleg.

Núna fengum við umslag með kyninu í sónarnum fórum með það í partybúðina og fengum hana til að fylla svarta blöðru af annaðhvort bleiku eða bláu skrauti.

Starfsmaðurinn í Party búðinni setti meira að segja miðann sem við fengum frá sjúkrahúsinu líka inn í blöðruna svo við gætum ekki kíkt.

Við vorum búin að bjóða nokkrum heim í smá teiti þar sem ég var búin að baka léttar veitingar sem við buðum upp á og sprengdum svo blöðruna.

Mér fannst þetta ekkert smá skemmtileg upplifun, það var alveg ótrúlega gaman að deila þessari stund með vinum og ættingjum.

Þetta er allt öðruvísi heldu er að fá að vita strax, mér fannst þetta skapa miklu meiri spennu og upplifun.

Það var alveg erfitt að halda á umslaginu og kíkja ekki en þetta var allt þess virði.

Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun okkar og gætum við ekki verið spenntari fyrir litla dregnum okkar.

 

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *