Kynlífstæki

Mér finnst ég ekki sjá mikla umræðu um kynlífstæki frá öðrum en þeim sem selja þau svo að mig langaði að henda inn smá umræðu um kynlífstæki.
Þeir sem eru viðkvæmir fyrir því að ræða sem við kemur svona tækjum þá mæli ég með því að hætta að lesa hér.

Ég kynntist fyrsta kynlífstækinu mínu árið 2013 og það opnaði nýja og spennandi leið fyrir mig, ég upplifi samt svo mikla “skömm” þegar að það kemur að þessu en það er kannski útaf eldri kynslóðum, sjálf er ég mjög opin með allt svona og langar að tala um nokkur tæki sem ég mæli með fyrir byrjendur og fólk sem vill prufa sig áfram , mér finnst sjálfri allavegana gott að geta lesið mig til um hverju er mælt með og þá sérstaklega af aðilum sem tengjast ekki fyrirtækinu sjálfu.

Öll mín tæki eru frá Blush.is, ég dýrka Gerði sem sér um þessa verslun og sjálf finnst mér gaman að fylgjast með henni og sérstaklega á snappinu blush.is.
Vörurnar sem hún selur eru mjög vandaðar og standast algjörlega undir væntingar svo ég ætla að tala um nokkrar þær vörur sem mér líkar best við.

 

 

 

Fyrsta tækið sem mig langaði að tala um er eggið Nea frá Lelo


Þetta tæki var fyrsta almennilega eggið sem ég eignaðist, ég hef átt þetta sama egg í 4 ár og það virkar ennþá eins og nýtt, enda þarf maður alltaf að hugsa vel um þessar vörur og passa uppá þrifnað.
Mér persónulega finnst þetta henta rosalega vel fyrir byrjendur þar sem eru margar stillingar á þessu og hægt er að stilla það á hvaða hraða sem hentar hverjum og einum, það sem mér finnst best við Nea eggið er það að það er frekar lítið og nett og fellur vel inn í lófann svo það er mjög auðvelt að nota það í kynlífi. Kosturinn við þetta líka er að þetta er mjög hljóðlátt. Eggið er endurhlaðanlegt og það fylgir auðvitað hleðslutæki með, hleðslan endist í allt að 4 tíma og tekur bara 2 tíma að fullhlaða.
Þessu mæli ég mikið með ef þú ert að forvitnast um fyrsta tækið.

Þú getur keypt Nea eggið hér

 

 

 

 

Sleipiefni!
Image result for just glide waterbased

Uppáhalds sleipiefnið mitt er Just glide – Waterbased

Ástæðan fyrir því að ég elska þetta sleipiefni er að það er olíulaust , lyktarlaust og ofnæmisprófað, það er hannað fyrir þá sem eru viðkvæmir. Ég sjálf allavegana þoli ekki sleipiefni sem klístrast mikið og að það sé erfitt að þrífa það í burtu, mér finnst það bara pínu turn off, þess vegna líkar mér svo vel við þetta sleipiefni, þetta klístrast ekki neitt og það er mjög auðvelt að þrífa það í burtu, svo hentar það líka vel með kynlífstækjum.
Þetta sleipiefni er líka 100% vegan!

Þú getur keypt þetta sleipiefni hér

 

 

 

 

Womanizer – Sogtæki

 

Þessi gerð af kynlífstæki er kallað sogtæki.
Þegar ég eignaðist þennan var einhvernvegin ekki aftur snúið í venjulegt egg, þessi Womanizer fæst reyndar ekki lengur, hann er hættur í framleiðslu því miður. En þetta tæki er annað level af fullnægingu fyrir konur! Það eru nokkrar stillingar á þessu og “hettan” á tækinu leggst yfir snípinn og þú þarft bara að halda þessu yfir snípnum því þetta veitir honum létt sog og titring , ég kynntist allavegana helmingi sterkari og betri fullnægingu en ég mæli með þessu fyrir konur sem þekkja aðeins til kynlífstækja, þetta tæki er einfaldlega bara best.
Þetta er reyndar svoldið fyrirferðamikið svo það er pínu erfitt að nota þetta í kynlífi en er vel hægt samt sem áður.

Tæki sem er svipað þessu heitir Womanizer Classic og fæst það hér

 

 

 

 

Partner plus – Paratæki

Þetta paratæki hefur komið sér vel í kynlífi og er veitir örvun fyrir báða aðila, efri parturinn leggst á snípinn og neðri parturinn fer inn í leggöng og örvar þannig karlmanninn líka á meðan, það sveigist rosalega vel svo það er ekki erfitt að stjórna því en eina sem ég hef “neikvætt” að segja um þetta tæki er að það fer auðveldlega af stað í öllum látunum og því þarf maður reglulega að setja þetta aftur á “réttan” stað, þetta tæki er með 11 stillingum og er endurhlaðalegt, hannað til að virka í öllum stellingum, er vatnshelt og er gert úr ofnæmisprófuðu silíkoni. Það hentar mjög vel fyrir pör sem eru að finna rétta paratækið, ég mæli klárlega með þessu tæki!

Þessi vara er því miður uppseld eins og er, en kemur vonandi fljótlega aftur hjá Blush.is

 

 

 

Bootie S – buttplug

 

Þessi buttplug er hannaður fyrir byrjendur á þessum sviðum, hann er mjög sveigjanlegur og hægt er að fá hann í þremur stærðum, ég á svona í stærð S og persónulega finnst mér hann henta mjög vel sem fyrsti buttplug, hann er 7,5 cm á lengd og 2.5 cm á breidd .
Hann er vatnsheldur og er auðvelt er að þrífa hann.
En alltaf skal muna að nota sleipiefni með buttplug.
Kosturinn líka við þennan er að hann er svo rosalega ódýr, svo ef þú myndir ekki fýla hann þá ertu ekki að tapa miklu.

Þú getur keypt þessa vöru hér

 

 

 

 

 

Womanizer 2 go – Sogtæki

Ég þarf bara að tala um þennan, eitt af mínum uppáhalds tækjum og er svo ótrúlega þægilegur með í ferðalögin og í sturtuna! þessi er mjög svipaður í verkun og Womanizerinn sem ég talaði um hérna að ofan en þessi er ekki eins fyrirferðamikill og er kraftmeiri en sá fyrri af mínu mati, mjöög kraftmikill svo hann hentar kannski ekki alveg byrjendum, en ég bara get ekki mælt meira með neinni vöru eins og þessari, einmitt líka fullnæging hún er á öðru, þriðja og fjórða leveli!  Fullnægingin verður einhvernvegin svo miklu dýpri og betri.
Það er pínu strembið að nota hann í kynlífi með maka en samt sem áður finnst mér auðveldara að nota þennan en hinn.

Þú getur keypt Womanizer 2 go hér

 

 

 

 

Síðast en ekki síst er það dótakassinn!!!
Auðvitað þarf að geyma þessi leiktæki okkar einhverstaðar þar sem þetta er svolítið prívat og maður er ekki alveg með þessi dót á víðavangi útum allt heimili, þessvegna mæli ég með dótakassanum frá Luxe.

 

 

 

Hann lýtur bara út eins og hvert annað skartgripabox og það þægilega við þetta er að það er hægt að læsa kassanum.
Ég mæli allavegana mikið með því að eiga kassa undir kynlífsdótið sem er læsanlegur svo að sérstaklega börnin fari nú ekki að fikta í þessu..

Þú getur keypt dótakassann hér

 

Ég vona að þessi færsla hjálpi einhverjum í kynlífstækja hugleiðingum og á ég pottþétt eftir að skrifa fleiri færslur um kynlífstæki eða kynlífstengd blogg.
Ég vil líka taka það fram að þessi færsla er ekki kostuð eða gerð í samstarfi við blush.is, ég bara elska vörurnar frá þeim.
Þetta á alls ekki að vera tabú umræða, ég er allavegana mjög opin svo ef það vakna einhverjar spurningar er hægt að senda mér skilaboð á mínu persónulega Facebooki eða senda mér E-mail.

Þangað til næst:)!

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *