Jóhanna María

Kynningarblogg – Jóhanna María

Sæl öll!
Ég heiti Jóhanna María og ég er 25 ára gömul. Ég bý í Borgarnesi með manninum mínum honum Ingólfi, en við giftum okkur þann 12.08.17, en við erum búin að þola hvort annað síðan í október 2009. Saman eigum við tvær dætur, Sólveigu Birnu (fædd 15.10.12) og Selmu Jóhönnu (fædd 31.08.18).

Brúðkaupsdagurinn okkar 12.08.17
Fjölskyldumyndataka (október 2017)
Við hjónin í hjónaferð í Brussels (október 2017)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðeins meira um mig..

Ég er uppeldis- og menntunarfræðingur (útskrifaðist í júní 2017) og er í meistaranámi til þess að verða framhaldsskólakennari og stefni ég á útskrift næsta vor! Ég vinn í félagsmiðstöðinni Óðal í Borgarnesi, áður vann ég á frístundarheimili og er stundum að leysa þar af í dag. Ég hef töluverða reynslu af því að vinna með börnum og unglingum, enda er það að mínu mati skemmtilegasta starf í heimi!

Mín helstu áhugamál eru flest tengd heimilislífinu, við keyptum okkur hús árið 2014 og það má eiginlega segja að það hafi verið helsta áhugamálið mitt síðan. Sem er nú að endurtaka sig þar sem að við fjárfestum nýlega í öðru húsi sem við vinnum nú hörðum höndum að, að gera að okkar. Annars finnst mér fátt skemmtilegra en að eyða tíma með mínum nánustu, ferðast og njóta lífsins! Ég hef einnig gaman að því að búa til allskonar þroskatengd DIY verkefni fyrir dóttur okkar.

Ég mun koma til með að skrifa um mjög fjölbreytta hluti en einungis það sem mér sjálfri finnst skemmtilegt og áhugavert. Þá má m.a. nefna hluti tengda heimilis- og fjölskyldulífinu, DIY tengt verkefni og fleira.

 

 

Sólveig og Selma
Ég og Sólveig
Ingólfur og Sólveig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

-Bless í bili 🙂

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *