Ég heiti Kristbjörg Ásta og er ein af bloggurunum hér á amare.is.
Ég er 22 ára, fædd 25 nóvember 1996, uppalin á Akureyri en bý nú á Akranesi með Símoni kærastanum mínum og börunum okkar. Við Símon er búin að vera saman í að verða 6 ár og eigum saman tvö börn, hana Máney Rós sem er 3 ára, fædd 21 júlí 2015 og hann Heiðar Leví sem er að verða 2 mánaða, fæddur 12 nóvember 2018.

Fjölskyldumynd
Ég hef alltaf haft mjög gaman af fallegum heimilum og innanhússhönnun. Ég elska að hafa fallegt í kringum mig og er hægt og rólega að vinna í að gera heimilið mitt eins og mig langar að hafa það.
Einnig hef ég mikinn áhuga á tísku og öllu sem við kemur fötum og setja saman outfit.
Ég reyni að vera dugleg að elda og baka og hef mjög gaman af því að prufa mig áfram í eldhúsinu.
Ég kem til með að skrifa um allskonar hluti sem eru í gangi í mínu lífi sem eru aðallega börnin mín en inn á milli mun ég líka deila með ykkur uppskriftum, allskonar tengt heimilinu, mínar lífsreynslu og einnig hvernig ég er að vinna í jákvæðara hugarfari og að byggja upp sjálfstraust.
Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum hér á amare.is ♥