Kristjana Rúna

Kynningarblogg- Kristjana Rúna Kristjánsdóttir

Góðan dag kæru lesendur.

Ég heiti Kristjana Rúna Kristjánsdóttir og er 35 ára.

Ég bjó fyrstu 5 árin af minni ævi á Íslandi svo fluttum við fjölskyldan til Sviþjóðar, nánar tiltekið til Skövde og vorum þar í 10 ár, svo það má segja að þar ólst ég upp og kláraði grunnskólan, í dag bý ég í Reykjavík.

Èg er yngst af fjórum systrum og á nokkuð náið samband við þær allar.

 

Ég var svo lánsöm að eignast tvo heilbrigða stráka sem heita, Óliver Logi og Róbert Erik,  ég á örugglega eftir að segja ykkur mikið frá þeim þar sem þeir eru algjörir grallarar, ekki skemmir fyrir hvað þeir eru skemmtilegir, Sæþór kærastinn minn er með þessum gröllurum í liði.

 

 

 

Ég missti báða foreldra mína úr krabbameini, faðir lést 2006 og móðir 2016.

Ég á margar fallegar minningar um þau bæði og held mikið uppá ljósmyndir og keramik sem móðir mín gerði fallega hluti úr, og prýða heimilið mitt í dag.

Sumir vilja meina að ég hafi fengið listrænu genin hennar móður minnar en þó á öðrum sviðum.

 

Söngur og tónlist hefur verið viðvarandi í mínu lífi frá ungum aldri, ég sótti söngskólan Eric Uggla í Skövde í 5 ár, lærði þar klassískan söng.

Ætli besti tíminn hafi ekki verið þegar ég var í hljómsveit, æfðum bæði cover og sömdum okkar eigin lög líka, besta útrásin sem ég hef fundið , er í gegnum söng og auðvitað fylgir smá dans með.

Söngurinn á mitt hjarta, ég elska að tjá mig með söng og á eftir að gera meira í sambandi við það í nákominni framtíð.

 

Ég er með brennandi áhuga á innanhússhönnun líka, sótti námskeiðið Heimili og Hönnun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og lærði þar margt um lýsingu uppstillingu og samsetningu lita á heimilinu.

Ég er reglulega eitthvað að brasa tengt heimilinu, og fáið þið að sjá töluvert af því frá mér.

 

Ég á mér þó nokkur áhugamál og allt tengist listinni á einn eða annan hátt, nýt þess mikið að njóta náttúrunnar og taka fallegar myndir af henni, set flest á Instagram.

 

Skrif mín mun vera á breiðum skala, það sem mér finnst áhugavert og vill deila , allt frá foreldrahlutverkinu, heimilið, ferðalög, matur, tíska, snyrtivörur, sigrar, sorgir, og allt það sem lífið hefur upp á að bjóða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *