Leitin að sjálfri þér

Ég er búin að vera eitthvað svo innblásturslaus til að ná að skella í blogg, svo ég ákvað að þefa bara upp aðal innblásturslúður landsins eins og er, sérstaklega á meðal okkar kvenna.

 

                 Erna Kristín/Ernuland.

Þið vitið allar hverja ég er að tala um.

Erna gaf út sína fyrstu bók, Fullkomlega ófullkomin, rétt fyrir jólin.
Bókin snýst um þann boðskap að elska sjálfa þig og líkama þinn í hvaða formi sem hann kemur. Í henni eru nokkrar reynslusögur hugrakkra kvenna sem stukku langt út fyrir þægindaramma sinn og sögðu frá sínum upplifunum og tilfinningum varðandi útlit sitt og líkama, og beruðu musteri sín svo fallega á síður bókarinnar. Ljósmyndir bókarinnar geisla af fegurð og blása innblæstri og hugrekki yfir lesandann. Fjöldinn allur af konum og ungum stúlkum hafa sent Ernu skilaboð um áhrif bókarinnar á sig og þakkað henni fyrir að frelsa þær frá eigin hugsunum og kennt þeim að elska sig. Stúlkur allt niður í 13 ára eru að lesa bókina og mér finnst FRÁBÆRT að þær hafi þessa bók sem leiðarljós, annað en við höfðum sem börn, þar sem virtist aðeins vera ein týpa af konu sem væri einhvers virði að vera.

Útlit og líkamsform er ekki til í neinum sérstökum staðal og því við eigum við ekki að vera að eltast við neitt annað en það sem hentar okkur og lætur okkur líða sem bestu útgáfunni af okkur sjálfum.
Rífum glanssíður bæklinganna í sundur og byrjum upp á nýtt.

Erna Kristín hefur sett af stað leik í samstarfi við Lindex. Ef þú verslar bókina í Lindex ferðu í pott og átt möguleika á að  vinna lúxusferð til Tenerife með Ernu Kristínu og hópi kvenna með það eitt að markmiði að hugsa vel um sig sjálfa og elska sig. (Linkur inn á lindex.is, ef þú skildir vilja næla þér í eintak: https://lindex.is/products/fullkomlega-ofullkomin )

Ferðin er svokölluð “Self-love ferð” og verður dvalið á 5 stjörnu hóteli vikuna 7 – 14. maí.
Erna mun segja frá smáatriðum þegar nær dregur en hægt verður að kaupa sig inn í ferðina innan skamms.
Ég veit ekki hvað gæti mögulega hljómað betur en viku paradís sérstaklega til þess að slaka á, hlúa að líkama og sál og endurnæra sig eftir fyrri part árs, fyrir seinni part árs. Þetta ætti að verða hefð.

 

Það er janúar, sem þýðir að við erum öll með tölu að byrja “upp á nýtt” og byrja að móta bestu útgáfu af okkur sjálfum, úr missterkum leir. Þessi bók styrkir þinn leir. Látum 2019 verða árið okkar og verðum besta útgáfan af okkur sjálfum, alveg sama hvernig við lítum út. Erna says so!

Gleðilegt ár!

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *