Lífið eftir krabbameinsmeðferð

Ég ætla hér að ræða um mína reynslu og þá eftirmála sem mín krabbameinsmeðferð hafði í för með sér, það er komið langt síðan ég sigraðist á hvítblæði, ég var ekki nema 3 ára gömul þegar foreldrar mínir fengu þær fréttir að yngsta dóttir þeirra væri alvarlega veik, var nær dauða en lífi þegar ég var sem veikust og sagt við foreldra mína að ég mundi ekki lifa af.

 

 

 

Þetta byrjaði svo að ég var mikið veik með háan hita í langan tíma, fékk blóðnasir og leitaðist í skó og bókstaflega sleikti skósóla, þegar ég var svo lögð inn á barnaspítalann var ég með stækkað milta, lifur og þau einkenni sem hvítblæði gefur.

Þar sem ég var svo ung að þá man ég ekki mikið eftir þessum tíma, en ótrúlegt en satt að þá man ég atvik sem voru mér mjög erfið sem lítið barn.

Ástæðan fyrir því að ég man eftir þessum atvikum er því þau voru áföll, ég upplifði það mikla hræðslu og óöryggi í sumum aðstæðum að þessi áföll mótuðu mig frá þriggja ára alveg til fullorðinsaldur.

Tímarnir voru öðruvísi þá, við erum komin langt í að vita hvaða afleiðingar krabbameinsmeðferð hefur á fólk í dag og er fólki boðið aðstoð, eftirfylgni og vel haldið utan um hópinn sem greinist.

Það var ekki þannig árið 1986 til 1989, það var ekki vitað hversu mikil áhrif veikindin höfðu á alla fjölskylduna hvað þá mig sem var með sjúkdóminn og hvaða langtíma áhrif lyfin myndu hafa.

 

 

Eftir stranga andlega vinnu þetta árið hef ég lært mikið um mig sjálfa

Ég er enn að vinna í sjálfri mér og á nóg eftir, mér hefur verið hjálpað að sjá hvenær erfiðleikarnir byrjuðu og fengið útskýringu á afhverju ég er eins og ég er, það er spurning sem ég spurði sjálfa mig annsi oft og hafði engin svör fyrir en flakkaði á milli margar kenningar.

Fyrstu sex árin í lífi okkar eru þau árin sem heilinn þroskast mest og mikilvægt að á þeim tíma að börn upplifa öryggi, sé elskað og fái að þroskast tilfinningalega.

Börn sem eyða þeim árum í krabbameinsmeðferð eru ekki öll að fá þann eðlilega þroska sem önnur börn fá, mínar minningar frá þessum aldri er gríðalegur ótti, óöryggi, sársauki og vanlíðan.

Ein birtingamynd áfallsinns var að ég hætti alveg að tala, í nokkrar vikur sagði ég ekki orð.

Það þurfti að svæfa mig mjög oft og ein sterkasta minningin sem ég hef frá þessum tíma er þegar það er verið að leggja grímuna yfir andlitið á mér og þessi vonda lykt fylgir, ég fyllist af rosalega miklum ótta og græt eftir móður minni og berst um eins og lífi mínu væri ógnað, þegar ég fer inn í þessa minningu þá finn ég ennþá fyrir óttanum sem ég 3 ára gömul lítil stelpa fann, og hún er hræðileg, þetta gerðist reglulega á spítalavistinni.

Mig vantaði hughreystingu á þessu augnabliki, mig vantaði að finna fyrir öryggi frá foreldri en fékk hana ekki.

Þetta er ein af nokkrum minningum sem ég hef og þarna byrjar andlegu erfiðleikarnir sem ég tók með mér inn í framtíðina.

Þar sem sársaukin og vanlíðanin var það mikill á þessum tíma að þá er stór möguleiki á því að ég hafi náð á einhverjum tímapunkti að búa mér til nýja veröld í hausnum á mér, loka á tilfinningar til þess eins að ná að kópa.

 

Þunglyndi kom fram snemma á lífsleiðinni

Á milli 9-12 ára aldurs man ég eftir tímabili þar sem ég var mjög þung andlega, ég fór í skólann fór beint heim að borða og sofnaði yfirleitt í sófanum þar á eftir og þannig var þetta vel lengi.

Ég varð svo algjörlega ófær um að hugsa um mig sjálfa, ég vildi ekki fara í sturtu, klæddíst í víðum og sjúskuðum fötum , það þyrfti að greiða úr miklum flókum úr hárinu á mér þar sem ég greiddi mér ekki heldur.

Ég eignaðist marga vini og vinkonur en mér fannst ég alltaf vera aðeins öðruvísi og þunglyndisloturnar hafa endurtekið sig yfir ævina og hef enn ekki náð að losna við.

Það er útskýring á því, ég var orðin 35 ára gömul þegar ég loksins fékk réttu hjálpina þegar ég krassaði alveg á líkama og sál.

 

 

Andlega heilsan versnaði með hverju áfallinu

Þegar ekki er tekist á við þau áföll sem koma upp í æsku og ígegnum lífið þá byggjast þau upp sem endar ílla, ég var tilfinningalega óþroskuð, ég kunni ekki að takast á við mínar eigin tilfinningar og var á miklum flótta á undan þeim, mér fannst ég ekki þekkja mig.

Ég setti fólki lítil sem engin mörk og það var auðvitað notað gegn mér í mörgum tilfellum og ég misbauð líka sjálfri mér oft með að hafa lítil mörk og gat ekki staðið upp fyrir mér sjálfri, ég var rosalega og get enn verið mjög meðvirk sem annaðhvort bryst út sem stjórnsemi eða algjör undangefni.

Mörkin mín sem barn var sífellt brotið á með að halda mér niðri til að koma upp æðalegg og haldið niðri á meðan það var verið að svæfa mig, öskrin frá mér heyrðust um ganga barnaspítalans.

Foreldra missir, mörg fósturlát, eitruð sambönd, andlegt, líkamlegt og kynferðisofbeldi, sambandslit á meðgöngu, tannlæknaslys og ég get talið upp annsi mörg áföll sem hafa gerst, ég ætla ekki nánar út í þau hér og nú.

Með áfallastreituröskun kom svo þunglyndið, kvíðinn og vefjagigtin með árunum.

 

Átak á Landspítalanum fyrir fólk sem greindist fyrir mörgum árum

Rannsóknarverkefni um síðbúnar afleyðingar krabbameinsmeðferðar er í gangi á landspítalanum þar sem ég var fengin til að svara spurningum um meðferðina sem ég fékk og hvernig lífið mitt er í dag.

Móðir mín hélt dagbók þau ár sem ég var veik og hef ég meiri upplýsingar en ella um margt sem gekk á þá.

Lyfin sem mér var gefið sem barn getur haft síðbúnar afleiðingar á fullorðins aldrinum.

Vitað er að sterar geta skemmt taugar og vefjagigt er taugasjúkdómur, stera fékk ég mikið af og það er góð spurning hvort þetta tvennt tengist.

Svo fékk ég líka lyf sem hefur áhrif á hjartavöðvann, ég var boðin í hjartaómun og fer á 5 ára fresti til að fylgjast með, sem betur fer lítur hjartað vel út.

Ég er svo með slæmt ofnæmi fyrir lyfjum sem ég fékk mikið af sem barn.

 

Það sem ég gerði mér ekki grein fyrir var hversu miklar afleyðingar krabbameinsmeðferð getur haft, þetta eru upplýsingar sem ég öðlaðist á þessu ári og hef lært gríðarlega mikið, ég var svo ung og engin eftirfylgni sem fylgdi, ekki nema blóðprufur til að athuga stöðu blóðkorna.

Ég er mjög glöð með þjónustuna sem spítalinn veitir sjúklingum í dag, andlega hliðin er jafn mikilvæg og líkamlegu veikindin og oft helst þetta í hendur.

Þakklæti er mér auðvitað efst í huga, bara fyrir að vera á lífi, hitt er verkerfni sem ég þarf að takast á við áfram.

Þegar manneskja hefur læknast af krabbameini er ekki þar með sagt að hún sé komin í gott stand, það gæti verið margra ára vinna á sálinni eftir og líkamleg einkenni sem þarf að kljást við, munum það.

 

 

 

 

 

 

You may also like...

1 Response

  1. Binga says:

    Elsku Kristjana

    Það er sko alveg 100% hægt að tengja þetta saman og sem betur fer er farið að skoða andlegu hliðina með hinni líkamlegu. Þú ert ótrúlega flott og takk fyrir að deila þessu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *